Sjálfsstyrkingarnámskeiđ fyrir börn og unglinga

  • Fréttir
  • 9. september 2010

Grindavíkurbær hyggst nú í haust bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga ef næg þátttaka næst. Kennt verður tvær helgar, (4 tímar á dag).  Dagsetningar eru: 16. - 17. okt. og 23. - 24. október 2010.

Um tvö aðskilin námskeið er að ræða annars vegar "Sjálfstyrking unglinga" fyrir 13 - 17 ára og "Börnin okkar" fyrir 10 -12 ára. Verkefnavinna og umræðuefni eru sniðin og löguð að hverjum aldurshóp fyrir sig. Tekið er mið af þroska og hæfni þátttakenda. 16 einstaklingar komast á hvort námskeið.

Námskeiðið er á vegum Foreldrahúss.

Kostnaður við námskeiðið er 10.000 kr.

Námskeiðin: "Sjálfstyrking unglinga" fyrir 13 - 17 ára og "Börnin okkar" fyrir 10 -12 ára eru byggð upp á líkan hátt. Verkefnavinna og umræðuefni eru sniðin og löguð að hverjum aldurshóp fyrir sig. Tekið er mið af þroska og hæfni þátttakenda. Gott sjálfstraust og trú á eigin getu eru nauðsynlegir kostir til að varast óæskilegum áhrifum frá samfélaginu.

Foreldrar mæta með börnum sínum á námskeiðið tvisvar sinnum - ein klukkustund í senn.

MARKMIÐ
Byggja upp sjálfstraust.
Byggja upp þekkingu á tilfinningum.
Byggja upp félagsleg tengsl.
Byggja upp samskipti samskiptahæfni.
Byggja upp sjálfsþekkingu.

VINNULÝSING
Sjálfstyrking: Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust og félagslega færni barna/unglinga. Gerð eru tilfinningaverkefni og þátttakendum er kennt að skilgreina eigin tilfinningar. Þekking á eigin tilfinningum og líðan getur hjálpað til við að öðlast betra líf.


Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Inga Bragadóttir, náms- og starfsráðgjafi sem tekur jafnframt við skráningum. Netfang: gudrun@grindavik.is  eða í síma 420 1150.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir