Leggja til ađ fresta flutningi á málefnum fatlađra frá ríkinu til sveitarfélaga um eitt ár

  • Fréttir
  • 9. september 2010

Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um stöðu og framkvæmd á málefnum fatlaðra leggur Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar til að flutningi ábyrgðar á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga verði frestað um eitt ár, og að undirbúningsvinnu verði haldið áfram af krafti og verði lokið tímanlega fyrir áramótin 2011-2012. Bókunin var samþykkt samhljóða á fundi Bæjarstjórnar Grindavíkur í gærkvöldi. 

Unnið hefur verið að undirbúningi að flutningi málefna fatlaðra undanfarin 3 ár, en málið á sér lengri forsögu og hefur verið í umræðunni allt frá árinu 1992 án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist. Í mars 2009 var undirrituð Viljayfirlýsing milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Í þeirri viljayfirlýsingu er lagt upp með ákveðna verk- og tímaáætlun sem felur í sér að sveitarfélögin taki við ábyrgð á verkefninu árið 2011.

Ljóst er að sú tímaáætlun hefur ekki staðist og mörg veigamikil verkefni eru enn óleyst, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Sem dæmi má nefna að ekki hafa öll lagafrumvörp verið afgreidd, svo sem um réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu. Ný búsetureglugerð er ekki tilbúin og ekki hafa öll sveitarfélög staðfest ný þjónustusvæði.

Skýrsla ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlaða sem gefin var út í ágúst síðastliðnum gefur auk þess vísbendingar um að ekki sé farið að lögum í framkvæmd á málefnum fatlaðra í dag. Þær vísbendingar kalla á að umræða fari fram um málaflokkinn á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar, ekki síst m.t.t. hvort fjárframlög til málaflokksins séu nægileg. Ríkisendurskoðun bendir jafnframt á að ekki hafa verið skilgreindir mælikvarðar til að nota við endurmati árið 2014 eins og lagt er upp.

Við verkefnaflutninginn eykst ábyrgð sveitarstjórnarmanna mikið, bæði gagnvart notendum þjónustunnar og starfsmönnum. Bæjarstjórn Grindavíkur telur ekki ábyrgt að taka við verkefninu í þeirri óvissu sem nú ríkir. Það er hvorki notendum þjónustunnar né starfsmönnum til hagsbóta.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir