Gjörbylt ađstađa međ nýju vigtarhúsi

  • Fréttir
  • 30. ágúst 2010

Nýja vigtarhúsið við höfnina var opið fyrir gesti og gangandi síðasta laugardag frá kl. 14 til 18. Um eitt hundrað manns komu við á vigtinni til að kynna sér starfsemi hafnarinnar og skoða þetta glæsilega hús sem gjörbyltir allri aðstöðu fyrir starfsmenn Grindavíkurhafnar.

Að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra hefur nýja vigtarhúsið augljóst hagræði í för með sér en hann og starfsmenn hafnarinnar fengu að hafa hönd í bagga með teikningarnar og skipulagið. Nú er vigtin beint fyrir framan nýja húsið en í gamla húsnæðinu sáu starfsmenn hafnarinnar aldrei bílstjórana og öll samskipti fóru í gegnum kallkerfi enda vigtin fjarri húsinu. 

Nýja vigtarhúsið er um 90 fermetrar á tveimur hæðum. Þar er aðstaða fyrir starfsmenn til fyrirmyndar. Útsýni yfir innsiglinguna og höfnina er frábært, í raun sést afar vel til allra átta. Vigtin tekur um 60 tonn en hún er að sjálfsögðu lífæð hafnarinnar.  Verktaki við byggingu hafnarhússins var Grindin ehf.

Efsta mynd: Starfsmenn Grindavíkurhafnar, Sverrir Vilbergsson, Guðgeir Helgason og Þorsteinn Óskarsson. Á myndina vantar Arnfinn Antonsson.

Hafnarstjórinn, Sverrir Vilbergsson, við skrifborðið sitt með glæsilegt útsýni yfir höfnina.

Í kaffistofunni er einnig glæsilegt útsýni í allar áttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!