Glćsileg frammistađa á Hnátumótinu

  • Fréttir
  • 29. ágúst 2010

Helgina 21.-22. ágúst keppti Grindavíkurlið 6. flokks stúlkna í úrslitakeppni Hnátumótsins en þetta mót er einskonar Íslandsmót í þessum flokki. Þar gerði B-lið Grindavíkur sér lítið fyrir og tryggði sér sigur í motinu.

Fyrr um sumarið höfðu stelpurnar keppt í riðlum. A- og B-liðin unnu sína riðla og unnu sér því rétt til að keppa í úrslitakeppninni. Því miður urðu stelpurnar í C-liðinu í öðru sæti í sínum riðli og duttu því út. Að ná A- og B-liði í úrslitakeppnina er mjög góður árangur þar sem aðeins tveimur öðrum félögum tókst það sama.

Í úrslitakeppninni gerði B-liðið sér lítið fyrir og vann mótið. Þær unnu Selfoss 2-1 í úrslitaleiknum.
Það var virkilega gaman að sjá hvað þær spiluðu vel saman og má með sanni segja að þetta hafi verið baráttusigur hjá þeim. A-liðinu gekk ekki eins vel og B-liðinu en samt voru þær aldrei síðri aðilinn í sínum leikjum, þetta bara datt ekki alveg með þeim.

Þær enduðu í 6. sæti. Það gefur góð fyrirheit að fara á mót með 17 stelpur sem allar geta spilað flottan fótbolta.

Mynd:
Aftari röð: Sigurbjörg Eiríksdóttir, Sarah Förster, Ásdís Marín Kristjánsdótir, Halla Emilía Garðarsdóttir og Pálmar Örn þjálfari.

Fremri röð: Elsa Rós Bjarkadóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir, Sylvía Sól Magnúsdótir

Liggjandi: Linda María Pálsdóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir