Grindvískir busar

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2010

Í gær var komið að hinni hefðbundnu vígslu nýnema í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem fjölmargir grindvískir busar komu við sögu. Strax um morguninn þurftu busagreyin að leysa ýmsar þrautir og fylgja margvíslegum reglum sem eldri nemendur höfðu sett í tilefni dagsins.

 

Þá voru nýnemarnir vel merktir svo ekki færi á milli mála hverjir þar væru á ferðinni. Busunum var síðan smalað saman á sal og lesið yfir hausamótunum á þeim. Þeir fengu síðan blöðrur og snuð og gengu síðan í einni halarófu að 88-húsinu þar sem vígslan fór fram. Þar þurftu nýnemarnir að ganga í gegnum þrautagöngu og smakka á lýsi og öðru góðgæti. Eldri nemar voru svo vinsamlegir að bjóða upp á vatnskar og brunaslöngu svo busarnir gætu nú örugglega kælt sig niður. Eftir vígsluna var svo þrammað aftur í skólann og boðið upp á pizzu og gos á línuna. Ekki var annað sjá en að fólk skemmti sér vel og nýnemarnir blautir en sáttir. Í gærkvöldi var svo hið hefðbundna busaball.

Veglegt myndasafn frá busadeginum er á vef FSS.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir