Tvöfaldur skammtur af Grindavík og Breiđablik

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2010

Sannkölluð fótboltaveisla verður á sunnudaginn en þá mætast Grindavík og Breiðablik bæði í Pepsideild karla og kvenna. Báðir leikirnir eru mikilvægir og Grindavíkurliðin þurfa sannarlega á sigri að halda.

Stelpurnar fara í Kópavoginn og spila á Kópavogsvelli klukkan 14:00. Fyrri leikur liðana í sumar fór 0-0 en fyrir leikinn er Grindavík í sjöunda sæti með 14 stig, fjórum sætum fyrir neðan Breiðablik. Búast má við erfiðum leik hjá Grindavík en verði varnarleikur liðsins í lagi geta þær gert góða hluti.

Karlaleikurinn er á Grindavíkurvelli klukkan 18:00 þar sem öllu verður tjaldað til, Stöð 2 sport verður með beina útsendingu og von á fjölda fólks frá Kópavogi, líklega nokkur hundruð manns.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Grindavíkurliðið á fínni siglingu þessa dagana og er að ná að gera Grindavíkurvöll að öflugum heimavelli eftir tvo sigurleiki í röð. Nú er að bæta við einum í viðbót enda hafa úrslitin gegn efstu liðunum verið góð að undanförnu. Breiðablik þarf 3 stig til að halda sér í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og mæta þar að auki dýrvitlausir eftir tap gegn Haukum í síðustu umferð.

Grindavík verður án Gilles Mbang Ondo sem verður í leikbanni.

Eru allir því hvattir til að mæta á þessa tvo leiki og styðja við bakið á okkar fólki.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir