Grindin vann Möllerinn

  • Fréttir
  • 26. ágúst 2010

Möllerinn, hið árlega fyrirtækjamót golfklúbbsins var haldið föstudaginn 20. ágúst. Mjög góð þátttaka var að þessu sinni þar sem 32 lið mættu til keppni. Dagurinn lofaði góðu þar sem stafalogn og sólskin var í upphafi mótsins og menn fullir tilhlökkunar að leika á Húsatóftavelli sem skartaði sínu fegursta. Þegar leið á daginn byrjaði að blása hressilega að norðan og kólna, þannig að keppendur þurftu að taka á öllu sínu í baráttunni gegn vindinum.

Þrátt fyrir óhagstætt veður náðu margir að skora vel á vellinum og til marks um það voru hvorki fleiri né færri en 16 lið sem léku á 37 punktum eða meira. Baráttan um sigurinn var því nokkuð hörð og munaði aðeins einum punkti á fyrstu sex sætunum. Sigurvegarar að þessu sinni var annað lið Grindarinnar ehf á 41 punkti. Liðið skipuðu þeir Ólafur Már Guðmundsson og Birgir Bjarnason. Næst kom lið Saltkaupa, einnig á 41 punkti en með lakara skor á síðari níu holunum. Í því þriðja varð lið Hátækni á 40 punktum (23 á síðari níu) og því fjórða lið Landsbankans einnig á 40 punktum (22 á síðari níu). Í fimmta sæti varð lið Tannlæknastofu Guðmundar Pálssonar einnig á 40 punktum (21 á síðari níu) en með lakara skor á síðari níu holunum.

Verðlaunaafhending var í mótslok þar sem einnig var dregið úr skorkortum við mikinn fögnuð viðstaddra og vildi svo til að enginn þeirra fór tómhentur eftir útdráttinn. Góður endir á glæsilegu móti þar sem snittur og drykkir voru bornir fram meðan á mótinu stóð.

GG vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fyrirtækja sem sýndu golfklúbbnum dyggan stuðning í verki með þátttöku sinni. Einnig vill GG þakka Hérstubbi Bakarí sérstaklega fyrir gómsætar veitingar sem bornar voru fram allt mótið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir