Ondo leikmađur umferđarinnar

  • Fréttir
  • 20. ágúst 2010

Gilles Mbang Ondo framherji Grindavíkur skoraði tvö mörk er liðið vann FH 3-1 á heimavelli í gær. Hann átti góðan leik og var valinn leikmaður 16. umferðar hjá Fótbolta.net.  ,,Ég er sáttur með frammistöðu mína en ég er sáttari fyrir liðið og stuðningsmennina og fyrir alla þá sem koma að fótboltanum í Grindavík," sagði Ondo í samtali við Fótbolta.net.

,,Við erum að berjast í fallbaráttunni og við verðum að berjast og gefa allt í hvern einasta leik. Í gær gáfu allir það sem þeir áttu eins og í síðustu leikjum og það skilar sér."

,,Ég var mjög sáttur með þessi tvö mörk því þau voru ástæða þess að við unnum og það gerist varla betra en það."

Seinna mark Ondo í gær var afar fallegt en hann setti boltann þá upp í fjærhornið.

,,Seinna markið í gær var frábært, það mark og mark gegn Fylki í fyrra eru án nokkurs vafa flottustu mörk min á Íslandi. Ég tel mig vera framherja sem á að vera inni í teig og það er kannsi ástæða þess að Scott Ramsey kallar mig Gary Lineker. Það er þó í gríni gert en Lineker var alltaf inni í teig, ég er ekki alveg þannig en þetta er ég kallaður núna."

Hann er kominn með tíu mörk í sumar og er tveimur mörkum frá efsta manni.

,,Ég mun reyna að vinna gullskóinn en góður vinur minn, Alfreð Finnbogason er frábær framherji en ég mun reyna að ná honum. Mikilvægasta er að við komum okkur úr þessari stöðu, gullskórinn eða eitthvað annað er bara bónus því ég er að leggja mikið á mig."

Eftir að Ólafur Örn Bjarnasson tók við hefur Grindavík virkað sem allt annað lið en það gerði undir stjórn Luka Kostic.

,,Vandamálið var í hausnum á okkur, Ólafur hefur gefið mönnum sjálfstraust, við byrjuðum ekki vel og sjálfstraustið var líitð en núna er það komið aftur og við getum horft fram á veginn."

,,Ég held að við munum halda okkur uppi og ég vona það, við erum nægilega sterkir til að halda okkur í henni það er á hreinu."

Hann segist stefna á að komast í sterkari deild en samningur hans við Grindavík rennur út eftir tímabilið.

,,Ég horfi til þess að spila í sterkari deild, ég var í varaliðinu hjá Auxerre en fékk ekki tækifæri. Ég kom til Grindavíkur til að leggja mikið á mig og komast í sterkari deild einn daginn."

,,Ég verð að þakka Milan Stefán Jankovic fyrir, hann hefur verið með mikið af aukaæfingum fyrir mig og ég þarf að þakka honum fyrir það. Hann trúir á mig og ég er að borga honum og Grindavík til baka," sagði Ondo í samtali við Fótbolta.net.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!