Duglegir ađ ríđa út

  • Fréttir
  • 20. ágúst 2010

Hestamenn í Grindavík hafa verið duglegir að ríða út undanfarið í blíðunni og er oft lagt af stað um sjö leitið úr beitarhólfinu. Á þriðjudag var t.d. riðið niður í Bót og sundriðið yfir Rásina með Víkverjum.

,,Í gærkvöld fór svo sjö manna hópur inn í Krísuvík og reið þar út á æskuslóðum Hilmars í blíðviðrinu. Þar eru mjúkar og fjaðrandi götur og fallegt útsýni var yfir vatnið. Hestar og menn voru léttir og kátir, sumir rifu undan sér skeifurnar, aðrir reyndu að syngja og rifjaðar voru upp sögur þegar menn riðu handarbrotnir yfir Kjöl og þurftu hjálp með buxnaklaufina," eins og segir á heimasíðu Brimfaxa.

Mynd: www.brimfaxi.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir