Róbert vonast eftir góđu samstarfi viđ bćjarbúa

  • Fréttir
  • 18. ágúst 2010

Róbert Ragnarsson tók til starfa sem bæjarstjóri í Grindavík í byrjun ágúst. Hann var áður bæjarstjóri í Vogum í fjögur ár. Hann segist fullur tilhlökkunar að takast á við spennandi verkefni og leggur áherslu á samstarf í víðum skilningi.

Róbert og Valgerður eiginkona hans sem er Húnvetningur, eiga eiga þrjá stráka á aldrinum 1 til 11 ára og svo hund. Valgerður starfar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Róbert ólst upp í Keflavík en bjó í Breiðholtinu í nokkur ár sem barn og gekk í Seljaskóla. Hann fór svo aftur til Keflavíkur sem unglingur og var þar þangað til hann fór fór í háskóla. Róbert er stúdent frá FS, en hélt síðan í Háskóla Íslands eftir stutt stopp í Grindavík við kennslu í grunnskólanum. Hann kom síðan aftur til Grindavíkur eftir 2ja ára nám í stjórnmálafræði og starfaði sem ferðamála- og markaðsfulltrúi áður en hann fór í framhaldsnám í stjórnmálafræði í Danmörku.

- Hver eru þín helstu áhugamál?
,,Mín áhugamál eru íþróttir og þá helst fótbolti. Eins hef ég verið að prófa mig áfram í stangveiði. Annars reyni ég að verja þeim frítíma sem ég á með fjölskyldunni og við höfum verið dugleg að fara í sveitina til tengdaforeldranna þar sem Vala og strákarnir eru að stússast í hestum."

- Þú varst bæjarstjóri í Vogum í fjögur ár. Hvernig reynsla var það?
,,Það var mikil og góð reynsla og mjög lærdómsríkt. Vogar hafa vaxið mjög hratt og mörg spennandi verkefni tengd þeim mikla vexti, þannig að ég fékk tækifæri til að gera margt.
Ég er Vogafólki mjög þakklátur fyrir gott samstarf og viðkynni."

- Þú ert að stýra töluvert stærra bæjarfélagi núna, hvernig líst þér á það?
,,Mér líst mjög vel á það. Verkefnin eru í öllum meginatriðum þau sömu, en við bætist að hér er mun öflugra atvinnulíf og stór höfn. Auk þess eru fleiri skipulagsverkefni sem snúa að orku og virkjanamálum. Aðalverkefni sveitarfélaga eru hinsvegar þau sömu allstaðar, skólamál og félagsþjónusta."

- Hvernig kemur Grindavík þér fyrir sjónir?
,,Grindavík er að mínu mati fallegur lítill bær með mjög stórt hjarta."

- Hvers konar bæjarstjóri verður þú?
,,Ég hef lagt áherslu samstarf í víðum skilningi. Það þarf heilt þorp til að ala upp einstakling og allir þræðirnir þurfa að vinna saman og allir að leggjast á eitt. Dagsdaglega erum við að veita um 700 börnum þjónustu í leik- og grunnskóla og frístundastarfi. Það krefst mikils samstarfs starfsmanna, foreldra og barna.
Auk þess þurfum að vinna saman á vettvangi stjórnmálanna, bæði innanbæjar og við önnur sveitarfélög og stjórnvöld. Hagsmunirnir eru í langflestum tilvikum sameiginlegir."

- Á að mæta á völlinn og hvetja Grindavík í boltanum?
,,Já, ég geri ráð fyrir því. Ég hugsa að ég verði samt einhversstaðar upptekinn þegar Grindavík mætir Keflavík."

Róbert sagðist að lokum vonast til að eiga gott samstarf við bæjarbúa og þeir aðstoði hann og aðra starfsmenn bæjarins við að gera góðan bæ enn betri.

Neðsta mynd: Víkurfréttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir