Horn á höfđi sýnt í Borgarleikhúsinu í haust

  • Fréttir
  • 17. ágúst 2010

Grindvíska atvinnuleikhúsið (GRAL), sem fékk Grímuna í sumar fyrir Horn á höfði sem besta barnasýning ársins, verður tekin til sýninga í Borgarleikhúsinu 18. september nk. Í kynningu Borgarleikhússins um sýninguna segir:

,,Hafið þið reynt að gúgla ,,Horn á höfði"? Þið ættuð að prófa það. En hafið þið vaknað einn morguninn með horn á höfði? Þið ættuð að prófa það líka. Því þá vitið þið raunverulega hvaða vandamáli Björn stendur frammi fyrir þegar hann horfir í spegilinn einn góðan veðurdag og uppgötvar að hann lítur út eins og geit. Með horn á höfði!! Hvað mynduð þið gera? Auðvitað það sama og Björn. Hann fær bestu vinkonu sína Jórunni til að hjálpa sér að leysa vandan. Í leit sinni að lausnum komast þau í hann krappan og á vegi þeirra verða kostulegar persónur, hinn dularfulli Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson, klikkuðu kellingarnar Þórkatla og Járngerður og treggáfuðu þjófarnir Már og Kári. Og... E svene evevterem er ske gett eð kenne lenemel [þýðing: Í svona ævintýrum er sko gott að kunna leynimál].

Horn á Höfði var frumsýnt í Grindavík síðastliðinn vetur og hlaut frábærar viðtökur. Gagnrýnendur jusu sýninguna lofi og þegar Íslensku leiklistarverðlaunin - Gríman voru veitt í vor var Horn á höfði valin besta barnasýning leikársins. Það er Borgarleikhúsinu sönn ánægja að kynna þessa vönduðu og skemmtilegu barnasýningu fyrir áhorfendum í Reykjavik.

*****
Listamennirnir slá hvergi af kröfum sínum
EB, Fbl

****
JVJ, DV

Ein best barnasýning síðasta árs var án efa Horn á Höfði
SG, Mbl

Skrækar raddir og kjánalegan ofleik er ekki að finna í þessu verki, aðeins skemmtilega tónlist, fallegt mál, smekklega umgjörð og góðan leik
SG, Mbl

Aðstandendur
Höfundur Bergur Þór Ingólfsson, Guðmundur Brynjólfsson Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd Eva Vala Guðjónsdóttir
Búningar Eva Vala Guðjónsdóttir
Tónlist Vilhelm Anton Jónsson
Leikarar Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Víðir Guðmundsson .

Dagsetning & tími Svið Sýningar Ath
18. 09 2010 - kl. 14:00 Litla svið 1. sýning
19. 09 2010 - kl. 14:00 Litla svið 2. sýning
25. 09 2010 - kl. 14:00 Litla svið 3.sýning
26. 09 2010 - kl. 14:00 Litla svið 4. sýning


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir