Freisting undan Eldjárni og Fold

  • Fréttir
  • 17. ágúst 2010

Styrmir Jóhannsson fékk þessa glæsilegu hryssu, sem hefur fengið nafnið Freisting, nú í ágúst. Hryssan er undan gæðinginum Eldjárni frá Tjaldhólum og Fold frá Grindavík. Fold er 1. verðlauna Orradóttir og fékk hún 8,24 í aðaleinkunn á sínum tíma og þar af 8,55 fyrir hæfileika.

Fold er ein helsta ræktunarhryssan í Grindavík og er fyrsta hryssan frá Grindavík sem fór í 1. verðlaun. Dóttir Foldar, hún Stakkavík frá Feti, fór í 8,31 í fyrra og var fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu 2009.

Það má því segja að ræktunin hjá Styrmi hafi farið glæsilega af stað og þetta gefi tónin fyrir þann árangur sem koma skal hjá Grindvíkingum að því er segir á heimasíðu Brimfaxa.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir