Framkvćmdir viđ stćkkum golfvallarins ganga vel

  • Fréttir
  • 15. ágúst 2010

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun golfvallarins í Grindavík í 18 holur. Framkvæmdir hafa gengið vel það sem af er og nú er svo komið að sáð hefur verið allar nýju flatirnar og brautirnar að undanskilinni par 3 brautinn sem liggur meðfram þeirri 10. Einnig á eftir að sá í nokkra teiga við þessar brautir. Vonir standa til að verkinu ljúki á næstu dögum.

Þegar er gras farið að spretta á flötunum eins og myndirnar sem Jóhann Freyr Einarsson varaformaður tók í vikunni. Viðbæturnar hafa heppnast einstaklega vel og völlurinn mun eflaust vekja mikla eftirtekt meðal kylfinga og Grindvíkingar geti þá státað sig af einstakri náttúruperlu sem völlurinn mun verða. Að sögn vallarstjóra Bjarna Hannessonar og hönnuðarins Hannesar Þorsteinssonar telja þeir nýju brautirnar verða með þeim glæsilegustu hér á landi Hann verður án nokkurs vafa samkeppnisfær við bestu golfvelli landsins, enda er mikill metnaður meðal klúbbfélaga að geta boðið upp á fyrsta flokks golfvöll í stórkostlegu umhverfi. Eins og áður er ráðgert að taka nýjan og endurbættan 18 holu völl í notkun árið 2012 að því er segir á heimasíðu GG.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál