Silfur á REY-CUP

  • Fréttir
  • 26. júlí 2010

Grindavík stóð sig með prýði á REY-CUP móti Þróttar í Laugardalnum sem lauk í gær. Grindavík sendi bæði 3. og 4. flokk stúlkna til leiks. Stelpurnar í 4. flokki Grindavíkur B léku til úrslita í sínum flokki en töpuðu fyrir Keflavík í úrslitaleik.

 

4. flokkur vann sinn riðil sannfærandi og var gaman að sjá hversu miklar framfarir þessar stelpur hafa tekið í sumar. Undanúrslitaleikur við Val var sögulegur. Valur vann en notaði ólöglega leikmenn í leiknum og því var Grindavík dæmdur sigur. Í úrslitaleiknum við Keflavík var hart barist, fyrri hálfleikur markalaus en Keflavík skoraði 3 mörk í þeim seinni og vann verðskuldað.

En Grindavík varð í 2. sæti sem var framar vonum. 3. flokkur stóð sig einnig mjög vel í keppni A-liða. Liðið var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit en varð í 3. sæti í sínum riðli og keppti um 5. til 8. sæti. Grindavík vann Hött 2-0 og svo Fjarðabyggð 5-0 í leik um 5. sætið í mótinu.

En REY-CUP er ekki bara fótbolti, þarna var ýmislegt annað um að vera á milli leikja sem gerir þetta mót að ógleymanlegri skemmtun fyrir ungmennin.

Stelpurnar í 4. flokki fá silfurpeningana.

Herta í baráttunni í 3. flokki við Þór.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál