Matthías Grindvík vekur mikla athygli

  • Fréttir
  • 14. júlí 2010

Óhætt er að segja að fréttin hér á heimasíðunni um Matthías Grindvík Guðmundsson hafi vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Matthías sótti um til Þjóðskrár að bæta við millinafninu Grindvík og var það staðfest eftir að mannanafnanefnd tók málið fyrir. Rökstuðningur mannanafnanefndar er þessi:

,,Millinafnið Grindvík er dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Millinafnið Grindvík uppfyllir þannig ákvæði 6. gr. fyrrnefndra laga."

Matthías er eini Íslendingurinn sem hefur Grindvík sem millinafn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!