Náttúruvika - Gönguferđ og leiđsögn um Selatanga

  • Fréttir
  • 14. júlí 2010

Áfram heldur gönguveislan í landi Grindavíkur í náttúruvikunni á Suðurnesjum. Í dag verður gengið með leiðsögn um Selatanga sem er afar áhugaverð ganga og ávallt vel sótt. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

Laugardagur 31. júlí
Sandgerðisbær - 13:00 - 17:00. Fræðasetrið.
Til sýnis skelja og kuðungasafn, lifandi sjávardýr, uppstoppaðir fuglar og margt fleira. Fjörulíf. Alla dagana geta gestir fengið búnað til að fara í fjöruferðir og kynnst fjölbreyttu lífríki fjörunnar.
Maðurinn í náttúrunni. Með listaverkinu "Óður til hafsins" minnir unga fólkið okkur á umgengni okkar við náttúruna. Til sýnis í anddyri Fræðasetursins.
Fuglar á Sandgerðistjörn. Fuglaskoðunarhús til afnota fyrir alla.
Nánari upplýsingar í afgreiðslu Fræðasetursins og í síma: 423 7551. Opnunartímar: Virka daga: 09:00 - 17:00. Helgar: 13:00 - 17:00.

Sveitarfélagið Garður - kl. 11:00. Lónað yfir lygnum sjó.
Fræðsla um fuglaskoðun. Leiðsögn Jóhann Óli Hilmarsson frá Fuglavernd. Mæting kl. 11:00 við gamla Garðskagavitann. Þátttakendur eru beðnir að hafa með sér sjónauka. Ef vilji er til þá er hægt að ganga eða aka að höfninni því oft eru fuglar við bryggjuna eða Sýkin sem sjást ekki á Skagatánni. Ferðin tekur 3-4 tíma, er ætluð öllum áhugasömum og er ókeypis.

Grindavíkurbær kl. 11:00 - Gönguferð.
Mæting kl. 11 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir" með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur um 2-3 tíma. Gott er að vera í góðum skóm. Kaffisala í Ísólfsskálakaffi.

Grindavíkurbær - 11:00 - 18:00. Saltfisksetur Íslands.
Til sýnis uppstoppaðir fuglar auk hefðbundinnar saltfisksýningar safnsins og fallegs handverksmarkaðar.
Sunnudagur 1. ágúst.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir