Sól og sumar í Grindavík

  • Fréttir
  • 12. júlí 2010

Frábært sumarveður var í Grindavík í gær. Sundlaugin var nánast fullt af fólki og þá var tjaldsvæðið þétt setið alla helgina og svo til fullt á laugardaginn. Aðsókn á tjaldsvæðið í sumar hefur verið góð og töluverð aukning frá því í fyrra. Heyskapur var á fullu í síðustu viku og tókst bændum að klára allt sitt fyrir rigninguna á laugardaginn.

Þrátt fyrir að margir Grindvíkingar væru á ferðalögum víða um landið eða í veiði var líf og fjör á kaffihúsinu Bryggjunni í gær þar sem var margt um manninn í veðurblíðunni.  Þá var nokkuð um að fólk væri að dorga á bryggjunni, jafnframt voru fótboltaleikir að vanda á Grindavíkurvelli og þá leit fólk við á Akri.

Kaffihúsastemmning á Bryggjunni í sólinni.

Alltaf gaman að koma að Akri.

Fullt var á tjaldsvæðinu á laugardaginn en farið að fækka í gær.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir