Starfsemi Hópsskóla fćrđ undir Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 9. júlí 2010

Stofnunin Hópsskóli verður lögð niður og öll starfsemi skólans verði færð undir Grunnskóla Grindavíkur og stjórn skólastjóra þess skóla samkvæmt samþykkt bæjarráðs. Áfram er gert ráð fyrir því að yngstu bekkjardeildum hins sameinaða skóla verði kennt í húsnæði Hópsskóla.

Tillagan gerir ekki ráð fyrir breytingum á högum núverandi starfsfólks Hópsskóla öðrum en að staða skólastjóra verði lögð niður.

Skólastjóra og stjórnendum Grunnskóla Grindavíkur og Hópskóla í samráði við skólamálafulltrúa verði falið að undirbúa breytinguna með þeim hætti að sem minnst röskun verði fyrir nemendur og starfsmenn og starfsemin geti hafist með eðlilegum hætti í haust. Skólamálafulltrúa, í samráði við skólstjóra Grunnskóla Grindavíkur og fjármálastjóra, verði falið að ganga frá starfsmannamálum í samræmi við lög, kjarasamninga og ráðningarsamninga. Fjármálastjóra falið að senda skólastjóra Hópsskóla uppsagnarbréf.

Þá létu fulltrúar B- og D-lista bóka að þeir telji að með þessari aðgerð megi ná fram heildstæðri stefnu í grunnskólamálum í Grindavík. Með einum stjórnanda er hægt að einfalda áætlunargerð sveitarfélagsins og skóla, auka yfirsýn yfir starfsmannahóp skólans og þar með líkur á að nýta starfskrafta hvers og eins betur. Einnig aukast möguleikar á skynsamlegri hagræðingu og skýrari stefnu með einum stjórnanda.
Með þessari aðgerð er hægt að auka sparnað innan skólakerfisins, en beinn sparnaður yrði um 7.700.000 kr. á ári. Þetta er aðeins beinn sparnaður en ekki er búið að reikna inn sparnað sem getur orðið til með samnýtingu starfsfólks og sameiginlegum innkaupum. Ljóst er að leita þarf allra leiða til að skera niður í bæjarfélaginu og það er markmið meirihlutans að sá niðurskurður bitni sem minnst á grunnþjónustu til bæjarbúa. Fulltrúar B- og D-lista vilja þakka Maggý Hrönn Hermannsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu Grindavíkur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir