Stćrsti leikur sumarsins í kvöld

  • Fréttir
  • 8. júlí 2010

Stærsti leikur sumarsins á Grindavíkurvelli er í kvöld kl. 19:15 þegar Grindavík tekur á móti Selfossi í miklum fallbaráttuslag. Þetta er jafnframt síðasti leikurinn í fyrri umferð Íslandsmótsins og fari Grindavík með sigur af hólmi kemst liðið upp úr fallsæti í fyrsta skipti á þessari leiktíð.

Grindavík teflir fram sínu sterkasta liði að undanskildu því að Ray Anthony Jónsson er meiddur og verður fjarri góðu gamni. Milan Stefán Jankovic og Hjálmar Hallgrímsson stýra Grindavíkurliðinu í kvöld en Ólafur Örn Bjarnason aðalþjálfari missir af næstu tveimur leikjum liðsins þar sem hann spilar enn með Brann.

Mikill stemmning er fyrir leiknum í bænum. Stuðningsmannasveit liðsins, Stinningskaldi, hittist fyrir leik og þá eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta tímanlega á leikinn í kvöld. Þrjú stig eru lífsnauðsynleg í botnbaráttunni. Selfyssingar verða duglegir að smala á leikinn og þess vegna ætlar Stinningskaldi að láta vel til sín taka í kvöld.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir