Helen leikmađur 8. umferđar

  • Fréttir
  • 6. júlí 2010

,,Það kemur skemmtilega á óvart að vera valinn leikmaður umferðarinnar. Það eru svo margir leikir í hverri viku og svo margir hæfileikaríkir leikmenn, það er mikill heiður að vera tekin út fyrir frammistöðu mína," sagði Helen Alderson markvörður kvennaliðs Grindavíkur sem var valin leikmaður 8. umferðar í Pepsi-deild kvenna fyrir frammistöðuna gegn Val á dögunum af fotbolta.net

,,Ég var að mestu ánægð með frammistöðu mína, en það voru samt hlutir sem ég myndi gera öðruvísi ef ég spilaði þennan leik aftur! Liðið stóð sig vel í heild sinni, sérstaklega varnarlega, og það hjálpaði mér mikið."

,,Það að vita að ég er með sterka vörn fyrir framan mig gefur manni mikla ró. Eftir leikinn voru stelpurnar vonsviknar yfir að hafa tapað, mér finnst það sýna hversu langt við höfum komist sem lið á leiktíðinni, að við búumst við að geta sýnt toppliðunum samkeppni. Það er gott að geta sett sér svo háleit markmið og mun hjálpa okkur að bæta okkur í framtíðinni."

Alderson leikur með Sunderland á Englandi en hefur leikið með Grindavík í sumar. Við spurðum hana út í muninn á íslensku og ensku deildinni.

,,Þegar ég kom hingað til Íslands vissi ég ekki hverju ég átti að búast við," sagði Alderson. ,,Ég var ánægð að sjá hversu mikil gæði eru í deildinni, og lítill munur á íslensku og ensku deildinni."

,,Það sem mér fannst best við deildina er hversu mikla ástríðu og baráttu stelpurnar hafa, á meðan leiknum stendur hættir engin að hlaupa, þær henda sé fyrir boltann til að stoppa sendingu eða skot, og viðhorfið hjá öllum er frábært. Íslenski fótboltinn hefur tekið svo miklum framförum á undanförnum árum, og er þegar farinn að keppa bæði landslið og félagslið við bestu þjóðir heims. Mér finnst framtíð fótboltans í þessu landi mikil."

Alderson hefur leikið með Grindavík síðan í maí en nú styttist í að hún yfirgefi félagið í næstu viku og haldi til Sunderland sem hún leikur með í ensku kvennadeildinni.

,,Ég hef notið hverrar einustu sekúndu sem ég hef verið hérna og það verður virkilega erfitt að fara. Ég missti af síðustu leiktíð á Englandi vegna meiðsla svo skipti mín til Grindavíkur komu á fullkomnum tíma. Það hefur hjálpað mér að byggja upp leikform mitt og sjálfstraust að koma hingað auk þess sem ég hef náð að vinna í hlutum í leik mínum sem þurfti að bæta."

,,Félagið og leikmennirnir hafa tekið mér verulega vel og ég fékk strax að finna að ég færi hluti af hópnum. Það er frábært að vera hluti af félagi sem er að fara í rétta átt. Stelpurnar hafa allar alist upp saman og eru stöðugt að læra og bæta sig. Ég efast ekkert um að í nánustu framtíð verði Grindavík gott lið í íslenska fótboltanum."

Alderson hefur á þeim tíma sem hún hefur verið hjá Grindavík haldið hreinu fjórum sinnum og aðeins fengið á sig fjögur mörk svo hún getur verið ánægð með sitt framlag fyrir félagið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir