Yfirspiluđu KR en töpuđu samt - Úrslitaleikur gegn Selfossi

  • Fréttir
  • 5. júlí 2010

Þrátt fyrir að Grindavík hafi sundurspilað KR á löngum köflum á KR-vellinum í gærkvöldi dugði það ekki til sigurs því KR vann 1-0 með marki snemma leiks. KR bjargaði fjórum sinnum á marklínu auk þess sem Gilles Mbang Ondo átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar brotið var á honum en dómarinn var á annarri skoðun

Tapið þýðir að Grindavík er enn næst neðst í deildinni með 6 stig. Grindavík mætir  Selfossi á fimmtudaginn á Grindavíkurvelli í mikilvægsta leik sumarsins en Selfoss er með 7 stig en á leik til góða gegn Breiðablik í kvöld.

Auðun Helgason var ánægður með spilamennsku Grindavíkur gegn KR þó engin stig hafi komið í hús.

„Ég er hundsvekktur með að tapa þessum leik. Við spiluðum rosalega vel fyrir utan fyrsta korterið. Mér fannst við betri á öllum stöðum en við náðum ekki að nýta okkur það," sagði Auðun við Vísi.

„Þeir lifðu þetta af í dag. Við eigum á brattann að sækja en þetta var langbesta frammistaða Grindvíkinga í sumar. Ef við spilum svona áfram þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Við verðum bara að nýta færin," sagði Auðun.

Mynd: Sport.is: Luic Ondo í barátt við Björgólf.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!