Strákarnir töpuđu fyrir Fylki - Stelpurnar í 8 liđa úrslit bikarsins

  • Fréttir
  • 28. júní 2010

Eftir tvo sigurleiki í röð tapaði Grindavík fyrir Fylki á Grindavíkurvelli 2-1 í Pepsideild karla í knattspyrnu. Fylkir komst yfir snemma leiks en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði metin eftir vel útfærða aukaspyrnu. En Jóhann Þórhallsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði sigurmark Fylkis fimm mínútum fyrir leikslok.

Grindavík er enn næst neðst með 6 stig og á eftir að mæta KR og Selfossi í fyrri umferðinni.

,,Við sáum í dag að leikmenn voru þreyttir eftir 120 mínútna bikarleik við KA og ekki nógu góðir í fyrri hálfleik en komust aðeins í gang í seinni hálfleik og með smá heppni hefðum við getað fengið stigin þrjú en það hefði verið fínt að fá eitt stig," sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindvíkinga við mbl.is

Hann leysir nú Ólaf Örn Bjarnason af því sá er tekinn við þjálfun liðsins en þarf fyrst að klára tímabilið með norska liðinu Brann en Ólafur Örn lék sinn feril heima í Grindavík.

„Við lögðum ekki upp með neitt nýtt, heldur gerðum eins og Ólafur þjálfari lagði upp með í síðasta leik. Við gerðum mikil mistök í byrjun þegar við ætluðum ekki að láta leikinn fara fram á okkar vallarhelmingi og fáum á okkur mark því við erum að taka of mikla áhættu í vörninni, verðum að kunna hreinsa líka frá markinu í stað þess að spila frá því. Það urðu breytingar þegar Ólafur tók við þjálfun liðsins og það yrði enn betra ef hann myndi líka spila. Við höfum trú á honum og þetta verður gott þegar hann er kominn alveg í gang," bætti Milan Stefán.

Stelpurnar í 8 liða úrslit bikarsins:

Tindastóll/Neisti 1-6 Grindavík:
0-1 Sarah McFadden
0-2 Margrét Albertsdóttir
0-3 Alexandra Sveinsdóttir
1-3 Guðrún Bentína (sjálfsmark)
1-4 Þórkatla Albertsdóttir
1-5 Rachel Furness
1-6 Rachel Furness

Grindavík fór á Sauðárkrók og mætti þar sameinuðu liði Tindastóls og Neista.

Sarah McFadden sem lék með Norður Írum gegn Íslandi á Laugardalsvelli á dögunum kom Grindavík yfir og Margrét Albertsdóttur og Alexandra Sveinsdóttir bættu mörkum við.

Tindastóll/Neisti minnkaði muninn með marki Guðrúnar Bentínu í eigið mark en Grindavík svaraði þá með þremur mörkum. Fyrst skoraði Þórkatla Albertsdóttir en svo kom Rachel Furness, sem einnig lék hér með Norður Írum á dögunum, inná og bætti við tveimur mörkum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!