Fín veđurspá fyrir Jónsmessugönguna

  • Fréttir
  • 25. júní 2010

Veðurspáin fyrir Jónsmessugönguna á Þorbjörn og í Bláa lónið annað kvöld lítur sífellt betur út og því um að gera að skella sér í góðan göngutúr. Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Hópstjóri verður með í för en allir eru á eigin ábyrgð.

Enginn þátttökukostnaður er í gönguna og tilboð verður í Bláa Lónið, aðgangseyrir aðeins 1.400 kr. Það verður jafnframt opið til miðnættis þetta kvöld.

Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.

Töfrandi tónar hljómsveitarinnar Árstíða munu leika um hlustir göngufólks við varðeld á fjallinu og spilar sveitin áfram til miðnættis í Bláa Lóninu þar sem gangan endar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!