Sjóstangveiđimót í Grindavík um helgina

  • Fréttir
  • 22. júní 2010

Sjóstangaveiðimót SJÓSKIP sem gefur stig til Íslandsmeistaratitils verður haldið 25. og 26. júní næstkomandi í Grindavík. Mótssetning verður fimmtudaginn 24. júní kl. 20 í húsi Stakkavíkur Bakkalág 15b. Boðið verður uppá léttan kvöldverð að hætti hússins. Síðan verður dagskráin þessi:

 

Föstudagur 25. júní
Kl.06.00 Lagt úr höfn og haldið til veiða á fengsæl fiskimið.
Kl.14.00 Færi dreginn úr sjó og haldið til hafnar.
Kl.20:00 Hittingur í húsi Stakkavíkur og rýnt í aflatölur dagsins.

Laugardagur 26. júní
Kl.06:00 Lagt úr höfn til veiða á hin víðfrægu fiskimið Grindvíkinga.
Kl.13:00 Veiðum hætt og siglt í höfn,með bros á vör og gleðina að leiðarljósi mætum við síðan til að gæða okkur á léttum veitingum við Saltfisksetrið í boði SJÓSKIP.
Kl.20:00 Lokahóf á veitingahúsinu Salthúsið, Stamphólsvegi 2 húsið opnar kl.19:30.kvöldið hefst á borðhaldi og verðlaunaafhendingu í kjölfarið verður svo dansleikur með hinni stórgóðu hljómsveit "Íslenska Sveitin"sem mun halda uppi fjörinu fram á nótt.

Þáttökugjald er kr.15000 og aukamiði kr.4500. (æskilegt er að tilkynna þáttöku maka eða gesta við skráningu) Þáttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðastalagi miðvikudaginn 23.júní kl 12 á hádegi.
Gistimöguleikar.
Gistiheimilið Borg. Sími 895-8686 og 896-8685
Guesthouse Artic. Sími 696-1919
Gistiheimili Fiskanes. Sími 897-6388
Hótel Northern Light Inn. Sími 4268650
Tjaldstæðið í Grindavík ný og glæsileg aðstaða að Austurvegi 26, sími 660-7323
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Pétur Þór Lárusson 6152331 - 4313322


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir