Sćtur sigur á Haukum

  • Fréttir
  • 22. júní 2010

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður eftir 3-2 sigur liðsins gegn Haukum í gærkvöldi á Valsvelinum. Grindvíkingar voru 2-0 undir í hálfleik en náðu að snúa taflinu við í síðari hálfleiknum. Orri Freyr Hjaltalín skoraði fyrsta mark Grindavíkur og Gilles Mbang Ondo hin tvö.

,,Haukarnir voru að fá að sækja alltof einfalt á okkur og opna okkur alltof mikið þar sem við vorum nánast að aðstoða þá við það," sagði Ólafur Örn við Fótbolta.net eftir leik.

,,Við vorum að hlaupa úr stöðum og þeir voru að hlaupa inn í eyðurnar. Við náðum að rétta það í seinni hálfleik, skora þessi þrjú mök og vinna leikinn."

Gilles Mbang Ondo skoraði tvívegis fyrir Grindvíkinga á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik og um leið tryggði hann liðinu þrjú stig.

,,Við erum með hann og við erum með Grétar (Ólaf Hjartarson), Scotty, Óla Baldur (Bjarnason) og þessa menn sem eru hættulegir. Ef við leysum varnarhlutverkið vel þá erum við alltaf hættulegir fram á við og getum unnið hvern sem er," sagði Ólafur Örn.

Markahrókur Grindavíkur Gilles Mbang Ondo var eining ánægður. ,,Við vorum að tapa 2-0 í hálfleik en við sýndum góðan karater og unnum leikinn, það er gott fyrir félagið og alla að vinna tvo leiki í röð" sagði Ondo við Fótbolta.net eftir leik.

,,Í hálfleik talaði þjálfarinn við okkur og sagði okkur að halda áfram. Við vorum líka að tapa gegn Breiðablik í hálfleik en við gáfum allt í þetta og unnum."

Ondo er nú kominn með fimm mörk í deildinni en hvaða markmið hefur hann sett sér?

,,Ég veit það ekki, við sjáum til," svaraði hann.

Grindavík hefur nú unnið tvo leiki í röð, fyrstu leiki liðsins á tímabilinu.

,,Já, eins og ég hef áður sagt þá þurftum við bara einn sigur og þá kemur góður karakter og við byrjum að spila vel. Nú höfum við unnið tvo leiki í röð og vonandi vinnum við næsta leik."

 

Staðan í deildinni er þessi:
1. Fram 8 4 3 1 15:10 15
2. Valur 8 4 3 1 15:11 15
3. Keflavík 8 4 3 1 8:8 15
4. Breiðablik 8 4 2 2 17:11 14
5. ÍBV 8 4 2 2 11:8 14
6. FH 8 4 2 2 14:12 14
7. Stjarnan 8 2 4 2 17:12 10
8. KR 8 2 3 3 12:13 9
9. Fylkir 8 2 2 4 15:18 8
10. Selfoss 8 2 1 5 11:14 7
11. Grindavík 8 2 0 6 9:17 6
12. Haukar 8 0 3 5 9:19 3

Mynd: Sport.is. Fleiri myndir frá leiknum hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir