Jónsmessuganga á Ţorbjörn nćsta laugardag

  • Fréttir
  • 21. júní 2010

Laugardagskvöldið 26. júní býður Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn. Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað gangandi frá sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för. Allir eru á eigin ábyrgð.

Hljómsveitin Árstíðir mun skemmta með söng og spili við varðeld á fjallinu og einnig í Bláa lóninu þar sem gangan endar.

Enginn þátttökukostnaður er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang í Bláa lónið. Bláa Lónið er opið óvenju lengi þetta kvöld eða til klukkan 24:00. Sjá upplýsingar um verð og þjónustu á www.bluelagoon.is
Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir