Málefnasamningur meirihlutans

  • Fréttir
  • 17. júní 2010

Nýr meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Bæjarstjórn Grindavíkur lagði fram málefnasamning sinn á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Jafnframt var samþykkt að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Málefnasamningur meirihlutans er eftirfarandi:

"Málefnasamningur Framsóknarfélags Grindavíkur  og Sjálfstæðisfélags Grindavíkur 2010-2014

Fulltrúar D og B lista eru sammála um að starfa saman að málefnum Grindavíkurbæjar á eftirfarandi hátt:

B listi fái forseta bæjarstjórnar.
B listi fær fulltrúa í S.S.S.
D listi fái formann bæjarráðs.
B listi skipi fulltrúa í stjórn Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja.
D listi skipi fulltrúa í stjórn HES.

Formennska í nefndum verður sem hér segir:

B listi                                                            D listi
Ferða og atvinnumálanefnd                             Fræðslu- og uppeldisnefnd
Félagsmálaráð                                               Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Hafnarstjórn                                                  Skipulags-og byggingarnefnd
Kjörstjórn                                                      Húsnæðisnefnd
Menningar-og bókasafnsnefnd                         Umhverfisnefnd

Grindavíkurbær er vel stætt bæjarfélag en ljóst er að tryggja þarf að rekstrartekjur standi undir rekstrargjöldum. Flokkarnir ætla að yfirfara alla málaflokka með það að markmiði að lækka rekstargjöld en um leið standa vörð um grunnþjónustuna.                                                             

Stefnt er að því að hitaveitusjóðurinn ávaxti sig og vextir af honum verði notaðir í uppbyggingu í bæjarfélaginu en ekki í rekstur.

Grindavík er fjölskylduvænt bæjarfélag og lögð er áhersla á að svo verði áfram. 

Undirstöðu atvinnuvegur bæjarins er sjávarútvegur og standa verður vörð um hann en jafnframt leggja áherslu á fjölbreytta uppbyggingu atvinnulífsins í tengslum við auðlindir í landi Grindavíkur.

Við munum leggja okkur fram um að allir bæjarfulltrúar eigi gott samstarf út kjörtímabilið. Með góðu trausti milli allra aðila er hægt að auka samstarf bæjarfulltrúa.

Starf bæjarstjóra verður auglýst.


Skipulagsmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Skipuleggja miðbæjarkjarna með tengingu niður á hafnarsvæðið.
-       Halda áfram uppbyggingu á iðnaðarsvæði við Melhól og undirbúning að iðnaðarsvæði vestan við Grindavík.
-       Þrýsta á ákvarðanatökur með lóð Fiskimjöls og Lýsis.
-       Áfram verði þrýst á ríkisvaldið að ljúka við Suðurstrandarveg.
-       Þrýsta á að ráðist verði í breikkun Grindavíkurvegar ásamt því sem hann verði  lýstur upp.


Stjórnsýslan
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Endurskoða þurfi stjórnkerfi bæjarins með það að leiðarljósi að ljúka vinnu við skipurit bæjarins, fækka nefndum, auka gagnsæi og bjóða upp á skilvirkari þjónustu.


Festi
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Byggja eigi upp Festi. Salurinn verður gerður upp með möguleika á að skipta honum niður og fundið út hvaða stofnanir og þjónusta eigi best heima þar t.d. stjórnsýslan, Þruman eða bókasafn.


Ferða- og atvinnumál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Vinna áfram markvisst að fjölgun nýrra atvinnutækifæra m.a. með nýtingu á þeirri orku sem er í túnfætinum samkvæmt auðlindastefnu Grindavíkurbæjar.
-       Standa vörð um þá atvinnu sem er nú þegar í Grindavík og hvetja bæjarbúa til atvinnusköpunar.
-       Vinna markvisst að því að fjölga ferðamönnum í Grindavík meðal annars með því að tengja Bláa lónið og Northern Light Inn við Grindavík með göngustíg, betra aðgengi að hafnarsvæðinu og tengingu frá tjaldsvæðinu að höfninni í samvinnu við ferðaþjónustuaðila í Grindavík.
-       Hafa forgöngu um framkvæmd á Eldfjallagarði í samstarfi við önnur sveitarfélög.


Málefni eldri borgara
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Bæta félagsaðstöðu fyrir eldri borgara svo hún nýtist sem flestum.
-       Huga vel að heimaþjónustunni sem gerir þeim kleyft að búa lengur í eigin húsnæði.


Málefni fatlaðra
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Yfirfærsla málefna fatlaðra verði unnin í samvinnu við nágrannasveitarfélög og tryggja fjölbreyttari og betri þjónustu við fatlaða einstaklinga í Grindavík.


Skólamál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Ráðinn verði einn skólastjóri yfir grunnskólum bæjarins til að tryggja heildstætt skólastarf og hagræðingu í rekstri.
-       Bæta samstarf skólaskrifstofu við leik- og grunnskóla bæjarins.
-       Áfram verði stefnt að því að börn 18 mánaða og eldri eigi  kost á leikskólaplássi.
-       Fullorðinsfræðsla verði aukin í Grindavík í samráði við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. 
-       Styðja við áframhaldandi uppbyggingu Fisktækniskóla Íslands.


Íþrótta- og æskulýðsmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Styðja áfram við bakið á íþróttalífi í Grindavík.
-       Endurskoða tilhögun niðurgreiðslna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna.
-       Halda áfram uppbyggingu á íþróttasvæðinu m.a. til að finna gólfíþróttunum aðstöðu.
-       Endurskoða framtíðarstefnu í forvörnum.


Menning og listir
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Leita leiða til að auka tekjumöguleika Saltfiskseturs Íslands.
-       Styðja við menningarlegar uppákomur sem eiga sér stað í Grindavík, s.s. menningarviku og Sjóarann síkáta.


Hafnarmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Breikka innri rennuna.
-       Fegra umhverfi hafnarinnar.
-       Bæta þjónustu við sjófarendur og aðra notendur.
-       Vinna áfram að því að gera Grindavíkurhöfn samkeppnishæfa og að hún verði áfram besta fiskihöfn landsins.
-       Tryggja að Grindavíkurhöfn geti sinnt framtíðar atvinnuuppbyggingu í Grindavík.


Umhverfismál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Tengja hverfi bæjarins betur saman með göngustígum.
-       Leggja göngustíga út að golfvelli og austur í hverfi
-       Tengja fjöruna við bæinn með göngustígum.
-       Finna framtíðarlausn á losun úrgangssalts.


Opinber þjónusta:
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:
-       Leita allra leiða til að auka læknisþjónustu heilsugæslunnar.
-       Þrýsta á að löggæslan í Grindavík verði efld

                                      Grindavík, 15. júní 2010

Fulltrúar B- og D-lista"


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir