Góđ ađsókn í opnu húsi MSS

  • Fréttir
  • 16. júní 2010

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Grindavík var með opið hús í gær að Víkurbraut 56, efri hæðinni í Landsbankanum. Þó nokkur fjöldi fólks mætti til þess að kynna sér þau námskeið sem verða í boði á haustönn í Grindavík og er af ýmsu að taka. Fisktækniskólinn er einnig undir sama þaki með bóklega kennslu.

Á meðal námskeiða má nefna:
- Háskólastoðir: Ein önn (6 mánuðir) og veitir aðgang að Háskólabrú á Keili.
- Færni í ferðaþjónustu: Fyrir þá sem starfa eða langar að starfa í ferðaþjónustugreinum.
- Sterkari starfsmaður - upplýsingatækni og samskipti: Fyrir fólk sem hefur stutta skólagöngu að baki og vill auka færni sína til að takast á við breytingar.
- Árangursrík starfsmannaleit: Hver og einn gerir færnimöppu og ferilskrá til eignar og tekur áhugasviðskönnun.
- Upplýsingatækni: Tölvunámskeið fyrir byrjendur.
- Sjálfsstyrking fyrir konur: Uppbygging sjálfstrausts, markmið, okkar sterku hliðar o.fl.
- Enska og norska.
- Íslenska fyrir útlendinga.
- Fluguhnýtinganámskeið
- Leðurtöskugerð.
- Saumanámskeið.
- Prjónanámskeið.
- Tarot: Heimar dulspekinnar.
- Ýmis námskeið í sjávarútvegi: Meðferð á afla (strandveiðimenn), handflökun, hnífabrýningar, vinnuvernd fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk og veiðitækni.

Með því að smella á efri myndina má sjá örstutt myndbrot frá opnu húsi MSS en þar sést hversu góð aðstaða er fyrir námskeiðahald af þessu tagi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!