Fundu merkilegan helli

  • Fréttir
  • 15. júní 2010

Ómar Smári Ármannsson og félagar í Ferli römbuðu á áður óþekktan og merkilegan helli í einni af göngu sínum á dögunum. Gengið var eftir fyrirfram ákveðinni leið, þ.e. um Hús í Arnarsetrisvæði, sem FERLIR hafði ekki skoðað sérstaklega í fyrri ferðum um svæðið. Og eins og svo oft áður fannst svolítið merkilegt - áður óþekkt.

Þegar tiltekið svæði með ótrúlegum hraunmyndunum var skoðað mjög nákvæmlega kom skyndilega í ljós ,,hús".

Hlaðið hafði verið fyrir hellisop. Utan við opið hafði verið flórað og innan við opið voru manngerð þrep. Slétt gólf er í hellinum og loftið braggalaga. Þarna hafa einhverjir kunnáttumenn gert sér athvarf um tíma. Fyrirhleðslan var mosavaxin og í hraungambranum fyrir framan opið voru hvergi ummerki eftir nýlegar mannaferðir. Ekki er ósennilegt að einhverjir í vegavinnuflokknum, sem gerði gamla Grindavíkurveginn á árunum 1913-1918, hafi átt þarna hlut að máli. Flokkurinn var á þessum slóðum árið 1916. Húsið er þó allnokkurn spöl frá hlöðnu vegavinnubúðunum á Gíghæð.

Sjá nánar á heimasíðu Ferlis.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun