Ađ loknum sveitarstjórnarkosningum

  • Fréttir
  • 14. júní 2010

Heimasíðunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynnng: ,,Samfylkingarfélag Grindavíkur vill þakka öllum þeim sem treystu okkur fyrir sínu atkvæði. Við þökkum öllum listum fyrir heiðarlega kosningabaráttu og óskum Lista Grindavíkinga og Framsóknarflokknum til hamingju með árangurinn.

Það liggur ljóst fyrir að Samfylkingin í Grindavík tapaði miklu fylgi. Sjálfsagt liggja fjölmargar ástæður að baki því sem ekki verða tíundaðar hér. Við heitum því að við munum leggja hart að okkur við að vinna okkur inn traust Grindvíkinga með því að leggja góðum málefnum lið og standa vaktina um hagsmuni Grindvíkinga næstu fjögur árin.

Stjórn Samfylkingarfélagsins hefur ákveðið í sparnaðarskyni að gefa ekki út gula miðann reglulega og einnig hefur leigu á aðstöðu í Verkalýðshúsinu verið sagt upp af sömu ástæðu. Sjónarmiðum okkar munum við koma til skila í vefmiðlum og í fjölpósti þegar brýn málefni gefa ástæðu til.

Við óskum komandi bæjarstjórn velfarnaðar og vonandi tekst henni að vinna að málefnum Grindavíkinga þannig að fólki þyki eftirsóknarvert að vinna á sveitarstjórnarsviði að fjórum árum liðnum.

Lifið heil.
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Grindavík"


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir