Fjárfestingin gekk vel

  • Fréttir
  • 9. júní 2010

Eins og fram kemur í annarri frétt athugaði lögreglan á Suðurnesjum hvort björgunarsveitin Þorbjörn hefði tök á því að bjarga tveimur rollum úr sjálfheldu í Krísuvíkurbjargi. Eins og alltaf var ekkert mál að verða við þeirri beiðni enda kjörið verkefni til æfinga.

Samkvæmt frétt frá Þorbirni var farið af stað frá Grindavík rétt fyrir klukkan níu og komið á Krísuvíkurbjarg tæplega hálftíma síðar. Eftir að hafa metið aðstæður og skipulagt aðgerðir voru settar upp tryggingar og línur. Vel gekk að komast niður á sylluna þar sem rollurnar voru en þangað voru tæpir 40 metrar.

Það var Smári Þórólfsson áhugabóndi sem fór niður eftir rollunum sem reyndust vera gemlingur og lamb. Smári beitti sérstakri aðferð við að ná upp gemlingnum en hann græjaði á hann heimalagað sigbelti sem hér eftir verður nefnt ,,Fjárfesting".

Lambinu kom hann svo fyrir inn í gallanum hjá sér sem fylgdist svo spennt með framhaldinu. Nokkrum mínútum síðar voru bæði gemlingurinn og lambið komin út á tún, örugglega þreytt og hrædd eftir atburði dagsins. Níu manns tóku þátt í þessu verkefni frá björgunarsveitinni og var frángangi lokið rétt eftir klukkan eitt í nótt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!