Grindavíkurstelpur gerđu jafntefli viđ Breiđablik

  • Fréttir
  • 9. júní 2010

Grindavíkurstelpur gerðu markalaust jafntefli við Breiðablik á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Grindavíkurstelpur léku virkilega vel og hefðu hæglega getað krækt í öll þrjú stigin því þær brenndu af nokkrum dauðafærum í leiknum. Grindavík er í 8. sæti með 8 stig og aðeins þremur stigum á eftir liðunum í 2. sæti.

Vörn Grindavíkur var þétt með Helen Alderson í banastuði í markinu.

,,Fyrirfram hefði maður verið sáttur með stig á móti Blikum," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Grindavíkur við fótbolta.net eftir leikinn.

,,En við fengum tvö bestu færi leiksins þegar hún komst ein gegn markmanni svo maður hefði svo sannarlega viljað þrjú stig. Maður er smá súr en það er súrsætt, maður hefði viljað fá þessi þrjú stig."

Karlalið Grindavíkur tapaði fyrir ÍBV síðasta sunnudag 2-1. Matthías Örn Friðriksson skoraði mark Grindavíkur sem er enn neðst og án stiga.

Ólafur Örn Bjarnason kom til Grindavíkur í gær og stýrði sinni fyrstu æfingu með liðinu. Þá dróst karlaliðið gegn KA í 16 liða úrslitum Vísabikarkeppni KSÍ. Leikið verður 24. júní.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir