10. bekkur útskrifast frá grunnskólanum

  • Fréttir
  • 8. júní 2010

Skólaslit unglingastigsins í Grunnskóla Grindavíkur fóru fram síðasta miðvikudag. Veitt voru ýmis verðlaun fyrir góðan námsárangur, svo og hjálpsemi, dugnað og ósérhlífni og framfarir ásamt því að formaður nemendafélagsins hélt tölu fyrir hönd 10. bekkinga. Þetta var stór dagur fyrir nemendur í 10. bekk sem útskrifuðust og yfirgefa skólann sinn eftir tíu ára skólasetu. Þetta er jafnframt stærsti útskriftarárgangur grunnskólans frá upphafi.

Eftirfarandi nemendur voru verðlaunaðir:

8.-10.bekkur
3. besti námsárangur á unglingastigi: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir
2. besti námsárangur á unglingastigi: Hákon Ívar Ólafsson 9.Æ
Besti námsárangur á unglingastigi: Erla Þorsteinsdóttir 8.Þ
Besti árangur á grunnskólaprófi: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 10.KM
Penistonebikarinn fyrir góðan árangur í ensku á grunnskólaprófi: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 10.KM
Orðabók frá danska sendiráðinu góðan árangur í dönsku á grunnskólaprófi: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 10.KM
Sparisjóðurinn veitir verðlaun fyrir besta árangur í íslensku á grunnskólaprófi: Gunnar Þorsteinsson 10.KM
Landsbankinn veitir verðlaun fyrir besta árangur í stærðfræði á grunnskólaprófi: Gunnar Þorsteinsson 10.KM
UMFG veitir bikar fyrir góðan árangur í íþróttum pilta og stúlkna: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 10.KM og Kjartan Helgi Steinþórsson 10.PI
Aðalbraut veitir viðurkenningu fyrir þrautseigju og framfarir: Guðmundur Ingi Guðmundsson 10.PI
Viðurkenning fyrir hjálpsemi, dugnað og prúðmennsku: Brynjar Örn Bjarkason 10.KM
Viðurkenning fyrir ósérhlífni og dugnað í félagsstarfi: Anton Ingi Rúnarsson 8.E, Gunnar Þ. 10.KM, Telma Sif 10.PE og Viktor Atli Gunnarsson 10. PE

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Gunnar Þorsteinsson með verðlaunin sín fyrir bestan árangur í kjarnafögunum í 10. bekk, Ingibjörg Yrsa fyrir dönsku og ensku og hæsta grunnskólaprófið og Gunnar fyrir stærðfræði og íslensku.

Stella aðstoðarskólastjóri og Guðmundur Ingi sem fékk verðlaun fyrir þrautsegju og framfarir.

Brynjar og Stella aðstoðarskólastjóri en Brynjar fékk verðlaun fyrir hjálpsemi, dugnað og prúðmennsku.

Viktor og Guðbjörg Yuriko Ogino, útskriftarnemar í 10. bekk, tóku tvö lög við góðar undirtektir.

Telma Sif formaður nemendaráðs og móðir hennar Inga Þórðardóttir spiluðu saman sem setti skemmtilegan svip á útskriftarhátíðina.

Fyrstu þríburarnir sem útskrifast úr grunnskólanum í Grindavík: Arnar, Gunnar Jón og Sævar.

Þau fengu rós fyrir ósérhlífni og dugnað í félagsstarfi: Viktor, Telma Sif, Gunnar og Anton.

Þau fengu verðlaun fyrir bestan árangur á unglingastigi: Hákon, Ingibjörg Yrsa og Erla.

Eftir útskriftina var nemendur 10. bekkja og foreldrum þeirra boðið í kaffiveitingar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!