Sjómannadagurinn haldinn hátíđlegur

  • Fréttir
  • 7. júní 2010

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær á Sjóaranum síkáta. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur heiðraði þrjá menn sem gerðu sjómennsku að ævistarfi sínu. Jafnframt voru veittar viðurkenningar fyrir kappróður. Þá var fjölbreytt dagskrá á hátíðarsvæðinu.

Sjómannamessa var að vanda í Grindavíkurkirkju en ræðumaður var Hilmar Helgason skipstjóri. Síðan var gengið að minnisvarða sjómanna, Vonin, sem var afhjúpaður á sjómannadaginn 1980 og reistur eftir verki Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara.

þessu næst hófust hátíðahöld við Saltfisksetrið. Ávarp dagsins flutti Guðjón Davíð Karlsson leikari sem skýrði reyndar frá því að hann á ættir að rekja til Grindavíkur.

Heiðursviðurkenningar Sjómanna- og vélstjórafélagsins komu að þessu sinni í hlut Halldórs Ingólfssonar, Ölvers Skúlasonar og Jóns J. Ragnarssonar sem gerðu sjómennskuna að ævistarfi sínu. Ólafur Örn Ólafsson fráfarandi bæjarstjóri afhenti þeim viðurkenningarnar.

Þá voru veitt verðlaun fyrir kappróður. Við höfnina var að vanda koddaslagur, kararóður og flekahlaup og var gaman að sjá hversu margir fylgdust með hátíðarhöldunum við bryggjuna.

Ýmislegt annað var um að vera á hátíðarsvæðinu í gær. Íþróttaálfurinn og Solla stirða litu í heimsókn, hin eina og sanna Hera Björk tók nokkur lög, svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá frétt Ríkissjónvarpsins frá hátíðarhöldum í Grindavík í gær.

Hér má svo sjá skemmtilegt myndband frá Víkurfréttum.

 

Ólafur Örn Ólafsson fráfarandi bæjarstjóri, Elísabet E. Lunt, Halldór Ingólfsson, Katrín Káradóttir, Ölver Skúlason, Kristín Thorstensen og Jón J. Ragnarsson.

Fisktækniskólinn bar sigur úr bítum í róðrakeppni landsveita.

Vísisstelpur unnu kappróður kvenna annað árið í röð.

Áhöfnin á Sturlu vann kappróður áhafna annað árið í röð.

Páll fulltrúi græna hverfisins sem vann kappróður hverfanna - og Heiðar fulltrúi Bláa hverfisins sem vann kappróður unglingasveita hverfanna.

Verðlaunahafar á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í netaviðgerðum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!