Skemmtilegir tónleikar Mannakorna

  • Fréttir
  • 7. júní 2010

Um fjögur hundruð manns mættu á stórtónleika Mannakorna í íþróttahúsinu í gærkvöldi. Tónleikarnir voru ákaflega vel heppnaðir þar sem Mannakorn spilaði rjómann af sínum bestu lögum og fóru satt að segja á kostum. Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson fóru að vanda fyrir Mannakornum en með þeim voru Gunnlaugur Briem á trommum og Eyþór Gunnarsson á hljómborð.

Ellen Kristjánsdóttir kom fram eftir hlé og söng nokkur lög en þá náðu tónleikarnir hámarki. Tónleikagestir skemmtu sér hið besta og er óhætt að segja að tónleikarnir hafi verið góður endapunktur á vel heppnaðri Sjómannadagshelgi í Grindavík.

Með því að smella á efstu myndina má sjá örlítið myndbrot frá tónleikunum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!