Frábćr byrjun á Sjóaranum síkáta

  • Fréttir
  • 5. júní 2010

Sjóarinn síkáti í Grindavík hófst formlega í gær með skrúðgögnu allra litahverfanna fjögurra sem sameinuðust í eina göngu niður Ránargötuna. Þátttakan í skrúðgöngunni var frábær og er óhætt að fullyrða að lang stærsti hluti bæjarbúa hafi mætti enda stemmningin eftir því. Liðsstjórar hverfanna hvöttu sitt fólk til dáða en öll hverfin voru með farartæki í broddi fylkingar.

Var frábært að sjá þegar Ránargatan var þakin fólki í öllum regnbogans litum, allir í góðu skapi og hrópandi hvatningarorð.

Þegar komið var niður á höfn tók við skemmtidagskrá á sviðinu þar sem trúbadorar hverfanna fór á kostum, bæði sitt í hverju lagi og ekki síst þegar þeir tóku saman nokkur lög í brekkusöngsstíl. Tilkynnt var um úrslit í skreytingakeppninni og hljómsveitir tóku lagið. Gaman var að sjá Dúkkulísurnar sem náðu upp feikna stuði og Ingó og Veðurguðirnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru vinsælasta hljómsveit landsins í dag.

Nótt gekk vel og er ekki vitað um neinar alvarlegar uppákomur.

Hvert hverfi er með ljósmyndara á sínum snærum og hér sjá myndasöfnin þeirra:

Appelsínugula hverfið
Bláa hverfið (krabbar)
Græna hverfið (skeljar)
Rauða hverfið (fiskar)

Einnig má nálgast myndasöfnin með því að smella á Sjóara síkáta borðann á forsíðunni.

Myndband er væntanlegt frá gærkvöldinu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir