Liđiđ getur meira

  • Fréttir
  • 31. maí 2010

Ólafur Örn Bjarnason sem ráðinn var þjálfari Grindavíkur á laugardaginn eftir að hafa leikið með Brann í Noregi undanfarin ár segir að mun meira búi í Grindavíkurliðinu en það hefur sýnt fram að þessu. Ólafur Örn mun reyndar leika með Brann þar til 25. ágúst. Í viðtali við fótbolta.net segist hann hafa fengið góð viðbrögð hjá Brann þegar  hann ræddi við þá um að taka að sér starfið.

,,,Þetta byrjaði að rúlla á fimmtudaginn og Brann sýndi strax að þeir væru jákvæðir og ánægðir fyrir mína hönd," sagði Ólafur Örn.

,,Þeir vildu allt fyrir mig gera en þeirra staða er slæm í augnablikinu, þeir eru með þunnskipað lið og það eina sem þeir sáu sér fært var að leyfa mér þetta, að ég yrði að vera með þeim þangað til félagaskiptaglugginn opnar."

Ólafur Örn hefur ekki reynslu af þjálfun en Grindavík er fyrsta liðið sem hann þjálfar á ferlinum. Ólafur er þó hvergi banginn.

,,Ég væri ekki að taka við þessu ef ég héldi að ég myndi fara yfir um eftir fyrstu leikina. Ég tel mig vera eins kláran og ég get. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta verður einhvers konar ferli sem maður þarf að læra á og maður á eftir að reka sig einhvers staðar á."

,,Það eru góðir menn í kringum liðið og góðir menn í liðinu. Við erum með sterkan góðan bakhjarl í stjórninni og ég hef ekki trú á öðru en okkur komi til með að ganga betur og vonandi gerist það eins fljótt og mögulegt er."

Grindavík er án stiga eftir fjórar umferðir en Ólafur Örn hefur trú á að liðið nái að rífa sig upp.

,,Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef frétt af ungu strákunum. Ég spilaði með Grétari (Ólafi Hjartarsyni), Ray (Anthony Jónsson) og þekki Scotty og Auðun (Helgason). Það er oft ekkert hlaupið að því að snúa því við ef tímabilið byrjar illa. Aðalatriðið núna er að fá smá léttleika, stemningu og sjálfstraust í liðið, vonandi gerist það eins fljótt og mögulegt er."

,,Menn verða að átta sig á því að það er ekki að segja það að við ætlum að ná í stig, menn þurfa að leggja á sig. Vonandi ná menn að sýna sitt rétta andlit því að það býr meira í liðinu en það hefur sýnt hingað til," sagði Ólafur meðal annars.

Grindavík mætir FH í Pepsideildinni í kvöld.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir