4 dagar í Sjóarann síkáta - Ţórkatla og kvenfélagiđ ómissandi
4 dagar í Sjóarann síkáta - Ţórkatla og kvenfélagiđ ómissandi

Nú eru aðeins fjórir dagar í Sjóarann síkáta og byrjað að skreyta út um allan bæ. Þrátt fyrir leiðindaveður í dag er veðurspáin fyrir helgina sífellt að taka á sig betri mynd og því stefnir í góða helgi. Útvarpsstöðin Bylgjan mun hita upp fyrir Sjóarann síkáta alla þessa viku og sendir síðan út frá Grindavík bæði föstudag og laugardag. Rétt er að vekja athygli á ýmsum föstum liðum hátíðarinnar en slysavarnardeildin Þórkatla verður að vanda með candy-flos og annað góðgæti til sölu á hátíðarsvæðinu.

Þá verður kvenfélag Grindavíkur að vanda með kaffisöluna í grunnskólanum á sunnudeginum frá kl. 15-17 en þetta hefur verið fastur liður í hátíðarhöldunum í gegnum tíðina.

Söguratleikur Grindavíkur verður á sínum stað á Sjóaranum síkáta. Þema að þessu sinni er björgunarafrek við Grindavík - saga Björgunarsveitarinnar. Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá.

Eldri borgarar í Víðihlíð fá góða gesti í heimsókn að vanda. Að þessu sinni koma Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson í heimsókn á laugardeginum og hin landsþekkta söngkona Guðrún Gunnarsdóttir á sunnudeginum.

Rétt er að vekja athygli á breytingu á fótboltaleikjum.
Þar sem bikarleikur Grindavíkur og Þórs í Pepsideild karla hefur verið settur á næsta fimmtudag færist leikur Grindavíkur og ÍBV í Pepsideildinni af laugardegi yfir á sunnudag kl. 16. Fótboltamót hverfanna hefst því kl. 18:15 en þetta kemur fram í auglýstri dagskrá.

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur