4 dagar í Sjóarann síkáta - Ţórkatla og kvenfélagiđ ómissandi

 • Fréttir
 • 31. maí 2010
4 dagar í Sjóarann síkáta - Ţórkatla og kvenfélagiđ ómissandi

Nú eru aðeins fjórir dagar í Sjóarann síkáta og byrjað að skreyta út um allan bæ. Þrátt fyrir leiðindaveður í dag er veðurspáin fyrir helgina sífellt að taka á sig betri mynd og því stefnir í góða helgi. Útvarpsstöðin Bylgjan mun hita upp fyrir Sjóarann síkáta alla þessa viku og sendir síðan út frá Grindavík bæði föstudag og laugardag. Rétt er að vekja athygli á ýmsum föstum liðum hátíðarinnar en slysavarnardeildin Þórkatla verður að vanda með candy-flos og annað góðgæti til sölu á hátíðarsvæðinu.

Þá verður kvenfélag Grindavíkur að vanda með kaffisöluna í grunnskólanum á sunnudeginum frá kl. 15-17 en þetta hefur verið fastur liður í hátíðarhöldunum í gegnum tíðina.

Söguratleikur Grindavíkur verður á sínum stað á Sjóaranum síkáta. Þema að þessu sinni er björgunarafrek við Grindavík - saga Björgunarsveitarinnar. Ratleikurinn er auðveldur og fróðlegur útivistarleikur, sem stendur frá upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið eða vísað á þá.

Eldri borgarar í Víðihlíð fá góða gesti í heimsókn að vanda. Að þessu sinni koma Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson í heimsókn á laugardeginum og hin landsþekkta söngkona Guðrún Gunnarsdóttir á sunnudeginum.

Rétt er að vekja athygli á breytingu á fótboltaleikjum.
Þar sem bikarleikur Grindavíkur og Þórs í Pepsideild karla hefur verið settur á næsta fimmtudag færist leikur Grindavíkur og ÍBV í Pepsideildinni af laugardegi yfir á sunnudag kl. 16. Fótboltamót hverfanna hefst því kl. 18:15 en þetta kemur fram í auglýstri dagskrá.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018