Útskriftarferđ og útskrift stjörnuhóps á Krók

 • Fréttir
 • 31. maí 2010
Útskriftarferđ og útskrift stjörnuhóps á Krók

Útskriftarferð og útskrift elstu barnanna á leikskólanum Krók fór fram á dögunum. Farið var með rútu um Reykjaneshringinn. Byrjað var á því að ganga upp að vitanum og síðan var skotist yfir til Ameríku þegar gengið var yfir brúna milli heimsálfa. Börnin heimsóttu síðan skessuna í Reykjanesbæ og fóru á safnið. Að endingu fengu þau pítsu hjá Láka á Salthúsinu. Ferðin gekk mjög vel og voru börnin glöð og ánægð með ferðina.

Útskriftin var síðan haldin hátíðleg viku seinna. Um 80 gestir mættu sem fylgdust með stoltum börnum sem skemmtu með söng og hljóðfæraleik. Hulda leikskólastjóri hélt ræðu þar sem hún sagði frá starfi vetrarins. Hún benti einnig á mikilvægt hlutverk foreldra í uppeldi og menntun barna sinna og bauð þeim blað með æfingum til að styrkja hljóðkerfisvitund fyrir málþroska og lestrarnám barnanna í sumar. Blaðið er hægt að nálgast hjá deildarstjórum eldri deilda. Hún hvatti börnin til að vera áfram vinir og hjálpa hvert öðru og hafa það hugfast að ef þau eru góð við aðra verða aðrir góðir við þau að því er segir á heimasíðu Króks.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018