Uppbygging umhverfisvćns gagnavers í Grindavík
Uppbygging umhverfisvćns gagnavers í Grindavík

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Titan Global ehf. og HS Orku hf. um uppbyggingu gagnavers í Grindavíkurbæ sem noti orku frá fyrirhuguðum jarðvarmavirkjunum í sveitarfélaginu. Að sögn Ólafs Arnar, er markmið sveitafélagsins að efla atvinnuuppbygginu, auka fjölbreytni starfa og stuðla að áframhaldandi uppbygginu umhverfisvænnar starfsemi í sveitarfélaginu.

Titan Global ehf. er þróunarfélag um stofnun og rekstur umhverfisvænna gagnavera. Félagið býður viðskiptavinum sínum að hagnýta sér einstakar aðstæður á Íslandi fyrir náttúrlega kælingu og nýtingu endurnýjanlegarar orku. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, stjórnarformanns Titan Global ehf., er mikil vakning meðal alþjóðlegra fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaði að nota endurnýjanlega orku og lágmarka losun gróðurhúsaloftegunda í starfsemi sinni. Undirritun viljayfirlýsingar við Grindavíkurbæ og HS Orku sé mikilvægt skref fyrir Titan Global til þess að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á skýran valkost er mæti ítrustu kröfum um umhverfisvernd, afhendingaröryggi og hagkvæmni.

HS Orka mun sjá gagnaveri Titan Global í Grindavík fyrir orku frá fyrirhuguðum stækkunum á jarðvarmavirkjunum félagsins sem og nýjum virkjanakostum í sveitarfélaginu. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Orku, er undirritun viljayfirlýsingarinnar liður í stefnu HS Orku að stuðla að uppbyggingu umhverfisvæns iðnaðar sem nýtir orku frá jarðavarmavirkjunum félagsins.

Næsta skref í samstarfi Grindavíkurbæjar, HS Orku og Titan Global er ákvörðun hentugrar lóðar í sveitarfélaginu, hönnun mannvirkja og nánari tímaáætlun um uppbyggingu gagnversins og afhendingu orku.

Nánari upplýsingar veita:

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri (olafur@grindavik.is)
Arnþór Halldórsson, stjórnarformaður Titan Global ehf. (arnthor@titan-global.net)
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku (julius@hs.is)

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur