Samningur viđ menntamálaráđuneytiđ - Stefnt ađ ţví ađ hefja skólastarf haustiđ 2011
Samningur viđ menntamálaráđuneytiđ - Stefnt ađ ţví ađ hefja skólastarf haustiđ 2011

Mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra hafa samþykkt í samvinnu við bæjaryfirvöld í Grindavík, að skoða grundvöll fyrir framhaldsdeild í Grindavík með það fyrir augum að skólastarf hefjist haustið 2011 en skrifað var undir samkomulag þess efnis í morgun. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Grindavíkurbæjar en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fyrir hönd ráðuneytisins. 

Vilji er til þess að um öflugt og framsækið nám á framhaldsskólastigi verði í bænum með það að markmiði að efla menntun og bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Námið skal byggja á nýjum lögum um framhaldsskóla þar sem sérstaða bæjarfélagsins hvað varðar menningu og atvinnu er sett í öndvegi. Í undirbúningi að skólastarfinu skal lögð áhersla á nýbreytni í kennsluháttum þar sem kostir fjar- og dreifnáms verði nýttir.

Gert verður ráð fyrir að sama fyrirkomulag verði haft um alla umsýslu varðandi framhaldsdeild í Grindavík og tíðkast hefur um þær framhaldsdeildir sem settar hafa verið á fót á síðustu árum. Meginverkefnið verður að bjóða upp á nám sem samsvarar fjölda eininga á fyrstu tveimur árum framhaldsskóla (framhaldsskólapróf).

Aðilar eru sammála um að haustið 2010 muni ráðuneytið standa fyrir athugunum til að kanna frekar fjárhagslegar og faglegar forendur fyrir hugmyndinni og hug nemenda í 9. og 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur til þess að stunda framhaldsnám í heimabyggð. Einnig skal kanna hug foreldra til þeirra kosta sem börnum þeirra stendur til boða. Þessari athugun skal vera lokið fyrir 1. október. Ráðuneytið mun ráða starfsmann til þess að sinna þessu verki og bera af því kostnað en fræðsluskrifstofa Grindavíkur mun leggja fram þau gögn sem beðið verður um og verða ráðuneytinu til taks við skipulagningu verksins.

Eftir að unnið hefur verið úr gögnum verða þau ásamt fyrri undirbúningi höfð til hliðsjónar við undirbúning skólastarfs haustið 2011.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur