Áttrćđ međ geisladisk - Tekur á móti gestum í Salthúsinu kl. 14
Áttrćđ međ geisladisk - Tekur á móti gestum í Salthúsinu kl. 14

,,Tónlistin hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum allt mitt líf," segir Margrét Sighvatsdóttir úr Grindavík við Morgunblaðið en hún heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt í dag hvítasunnudag og tekur á móti gestum í Salthúsinu kl. 14:00 og eru allir velkomnir. 

 Af því tilefni hafa börn hennar látið útsetja og taka upp nokkur lög hennar á geisladisk sem valdir hljóðfæraleikarar flytja. Lögin hennar mömmu heitir diskurinn og kemur út á afmælisdaginn. Öll börn Margrétar syngja á disknum og tvær dótturdætur hennar.

,,Lögin hafa orðið til við ýmis tilefni og stundum nánast óvænt," segir Margrét. Lagið Söngur sjómannskonunnar, sem hún söng inn á plötu með Gylfa Ægissyni fyrir allmörgum árum, samdi hún árið 1965 þegar Páll H. Pálsson eiginmaður hennar var á síld norður á Siglufirði. Lagið Tunglskinsnóttin samdi hún á göngu síðla nætur þegar hún var að bera út Morgunblaðið en hún var umboðsmaður þess í Grindavík í nokkur ár. Svona mætti áfram telja þegar saga einstakra laga er rakin.

Margrét og eiginmaður hennar eignuðust sex börn. Þegar að félagslífi þeirra kom lét hún ekki sitt eftir liggja, samdi barnaleikrit, lög og texta, málaði leiktjöld, hannaði búninga og annað sem þurfti við slíka uppfærslu.

,,Textarnir úr þessum barnaleikritum lýsa mömmu afskaplega vel, en hún er einstaklega jákvæð manneskja og hefur alltaf séð hið jákvæða og góða við allt í lífinu. Þá söng hún í kirkjukór Grindavíkur í rúm þrjátíu ár og tók virkan þátt í tónlistarlífinu í kirkjunni auk þess að leika á gítar og harmoniku við ýmis tækifæri," segir Sólný dóttir hennar.  

Í dag búa Margrét og eiginmaður hennar í þjónustuíbúð við Hrafnistu í Hafnarfirði. Og þar - eins og annars staðar - er Margrét á fullu í tónlistinni. Hún syngur í Gaflara-kórnum sem svo er nefndur og er í hljómsveit sem kallar sig DAS-bandið sem spilar einu sinni í viku fyrir dansi á Hrafnistu.

Mynd: Morgunblaðið

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur