Áttrćđ međ geisladisk - Tekur á móti gestum í Salthúsinu kl. 14
Áttrćđ međ geisladisk - Tekur á móti gestum í Salthúsinu kl. 14

,,Tónlistin hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum allt mitt líf," segir Margrét Sighvatsdóttir úr Grindavík við Morgunblaðið en hún heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt í dag hvítasunnudag og tekur á móti gestum í Salthúsinu kl. 14:00 og eru allir velkomnir. 

 Af því tilefni hafa börn hennar látið útsetja og taka upp nokkur lög hennar á geisladisk sem valdir hljóðfæraleikarar flytja. Lögin hennar mömmu heitir diskurinn og kemur út á afmælisdaginn. Öll börn Margrétar syngja á disknum og tvær dótturdætur hennar.

,,Lögin hafa orðið til við ýmis tilefni og stundum nánast óvænt," segir Margrét. Lagið Söngur sjómannskonunnar, sem hún söng inn á plötu með Gylfa Ægissyni fyrir allmörgum árum, samdi hún árið 1965 þegar Páll H. Pálsson eiginmaður hennar var á síld norður á Siglufirði. Lagið Tunglskinsnóttin samdi hún á göngu síðla nætur þegar hún var að bera út Morgunblaðið en hún var umboðsmaður þess í Grindavík í nokkur ár. Svona mætti áfram telja þegar saga einstakra laga er rakin.

Margrét og eiginmaður hennar eignuðust sex börn. Þegar að félagslífi þeirra kom lét hún ekki sitt eftir liggja, samdi barnaleikrit, lög og texta, málaði leiktjöld, hannaði búninga og annað sem þurfti við slíka uppfærslu.

,,Textarnir úr þessum barnaleikritum lýsa mömmu afskaplega vel, en hún er einstaklega jákvæð manneskja og hefur alltaf séð hið jákvæða og góða við allt í lífinu. Þá söng hún í kirkjukór Grindavíkur í rúm þrjátíu ár og tók virkan þátt í tónlistarlífinu í kirkjunni auk þess að leika á gítar og harmoniku við ýmis tækifæri," segir Sólný dóttir hennar.  

Í dag búa Margrét og eiginmaður hennar í þjónustuíbúð við Hrafnistu í Hafnarfirði. Og þar - eins og annars staðar - er Margrét á fullu í tónlistinni. Hún syngur í Gaflara-kórnum sem svo er nefndur og er í hljómsveit sem kallar sig DAS-bandið sem spilar einu sinni í viku fyrir dansi á Hrafnistu.

Mynd: Morgunblaðið

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur