14 dagar í Sjóarann síkáta - Ýmislegt fyrir ofurhugana

 • Fréttir
 • 21. maí 2010
14 dagar í Sjóarann síkáta - Ýmislegt fyrir ofurhugana

Þeir sem vilja láta reyna á líkamlegt atgervi sitt á Sjóaranum síkáta fá sannarlega ýmislegt við sitt hæfi. Sjómanna- og vélstjórafélagið, Slökkvilið Grindavíkur, Björgunarsveitin Þorbjörn og unglingadeildin Hafbjörg áamt Fjórhjólaævintýri sjá um ýmsa viðburði sem mörgum finnst spennandi að taka þátt í.

Á laugardeginum á Sjóaranum síkáta: Viltu prófa reykköfun, björgunarstól og fleiri björgunartæki? Á svæðinu fyrir ofan slökkvistöðina mun slökkvilið Grindavíkur bjóða gestum að prófa reykköfun og Björgunarsveitin Þorbjörn gefur gestum tækifæri á því að skoða og prófa björgunarstól og fleiri björgunartæki. Þá verður kassaklifur í umsjón unglingadeildarinnar Hafbjörg og „Paintball" og „Lazertag" verður á sama stað og í fyrra.

Á sunnudeginum verður að sjálfsögðu koddaslagur, kararóður og flekahlaup við höfnina. Umsjón: Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þá verður vatnsrennibraut fyrir ofan sundlaugina, fjórhjólaferðir á bryggjunni og ýmislegt fleira.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018