Ţriđja tapiđ í röđ
Ţriđja tapiđ í röđ

Fram lagði Grindavík að velli, 2-0, í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld og blandar sér af fullri alvöru í baráttu efstu liða. Fram hefur sjö stig eftir þrjá leiki og situr í öðru sæti, en Grindavík er hins vegar á botninum án stiga og hefur ekki enn skorað mark.

Grindvíkingar byrjuðu frísklega í Laugardalnum og voru til alls líklegir framan af leik að því er segir á sport.is. Framarar komust svo betur og betur inn í leikinn og létu í tvígang reyna á tréverkið áður en Ívar Björnsson kom þeim yfir á 36.mínútu. Hann slapp í gegnum vörn Grindvíkinga og skoraði með frekar lausu en hnitmiðuðu skoti framhjá Óskari í markinu. Fram að þessu marki Ívars höfðu Grindvíkingar átt nokkur ágæt færi og hálffæri, en það voru hins vegar heimamenn sem nýttu möguleika sína betur.

Grindvíkingar gerðu nokkrar taktískar breytingar á leik sínum í upphafi síðari hálfleiks, en þær virtust þó ekki skila tilætluðum árangri. Sóknarleikur gestanna var lengstum harla bitlítill og Framarar þurftu ekki að hafa stórar áhyggjur. Þeir gerðu svo út um leikinn á 87.mínútu, en þá skoraði Hlynur Atli Magnússon með nokkurri hjálp gestanna. Hlynur átti skot af löngu færi, það fór í varnarmann og þaðan í netið án þess að Ómar kæmi vörnum við.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Fram, sem fer ljómandi vel af stað í Pepsi-deildinni og er til alls líklegt. Grindvíkingar þurfa hins vegar að girða sig í brók, þeir sitja nú einir á botninum án stiga og skarta markatölunni 0-7.

„Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðu liðsins. Við erum ekki að skora mörk, klúðrum færum, og á meðan svo er þá vinnum við ekki leiki. Það þarf ekki íþróttasálfræðing til þess að laga þetta ástand. Við þurfum bara að leggja meira á okkur fyrir framan markið," sagði Lúkas Kostic þjálfari Grindavíkur við mbl.is eftir leikinn.

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur