Ţriđja tapiđ í röđ

 • Fréttir
 • 21. maí 2010
Ţriđja tapiđ í röđ

Fram lagði Grindavík að velli, 2-0, í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld og blandar sér af fullri alvöru í baráttu efstu liða. Fram hefur sjö stig eftir þrjá leiki og situr í öðru sæti, en Grindavík er hins vegar á botninum án stiga og hefur ekki enn skorað mark.

Grindvíkingar byrjuðu frísklega í Laugardalnum og voru til alls líklegir framan af leik að því er segir á sport.is. Framarar komust svo betur og betur inn í leikinn og létu í tvígang reyna á tréverkið áður en Ívar Björnsson kom þeim yfir á 36.mínútu. Hann slapp í gegnum vörn Grindvíkinga og skoraði með frekar lausu en hnitmiðuðu skoti framhjá Óskari í markinu. Fram að þessu marki Ívars höfðu Grindvíkingar átt nokkur ágæt færi og hálffæri, en það voru hins vegar heimamenn sem nýttu möguleika sína betur.

Grindvíkingar gerðu nokkrar taktískar breytingar á leik sínum í upphafi síðari hálfleiks, en þær virtust þó ekki skila tilætluðum árangri. Sóknarleikur gestanna var lengstum harla bitlítill og Framarar þurftu ekki að hafa stórar áhyggjur. Þeir gerðu svo út um leikinn á 87.mínútu, en þá skoraði Hlynur Atli Magnússon með nokkurri hjálp gestanna. Hlynur átti skot af löngu færi, það fór í varnarmann og þaðan í netið án þess að Ómar kæmi vörnum við.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Fram, sem fer ljómandi vel af stað í Pepsi-deildinni og er til alls líklegt. Grindvíkingar þurfa hins vegar að girða sig í brók, þeir sitja nú einir á botninum án stiga og skarta markatölunni 0-7.

„Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðu liðsins. Við erum ekki að skora mörk, klúðrum færum, og á meðan svo er þá vinnum við ekki leiki. Það þarf ekki íþróttasálfræðing til þess að laga þetta ástand. Við þurfum bara að leggja meira á okkur fyrir framan markið," sagði Lúkas Kostic þjálfari Grindavíkur við mbl.is eftir leikinn.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018