Skipulögđ golfkennsla barna hefst í dag

 • Fréttir
 • 20. maí 2010
Skipulögđ golfkennsla barna hefst í dag

Í dag, fimmtudaginn 20. maí hefst skipulögð golfkennsla fyrir börn og unglinga á Rollutúninu. Æfingarnar verða sem hér segir:
Stelpur fæddar árið 1998-2002 mánudaga og fimmtudaga frá kl. 13:00 til 14:00.
Unglingar og afrekskylfingar mánudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00 til 15:00.
Drengir fæddir árið 1998-2002 mánudaga og fimmtudaga frá kl. 15:00 til 16:00.

Golfkennari golfklúbbsins heitir Jóhann Kristján Hjaltason PGA kennari. Hann hefur mikla reynslu í kennslu og þjálfun barna og unglinga. Hann hefur m.a. kennt golf við Akademíuna í Borgarholtsskóla ásamt því að að vera barna og unglingaþjálfari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Kennslan og æfingarnar eru öllum að kostnaðarlausu.
Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga ásamt boltum fyrir alla.

Barna- og unglinganefnd GG

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018