Bjarni Már tekur viđ af Gunnlaugi sem formađur UMFG
Bjarni Már tekur viđ af Gunnlaugi sem formađur UMFG

Bjarni Már Svavarsson var kjörinn formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur á aðalfundi félagsins í gærkvöldi en hann tók við af Gunnlaugi Hreinssyni sem hætti eftir 15 ár. Gunnlaugur er þó ekki hættur alveg störfum fyrir UMFG því hann situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri. Stjórnarmönnum UMFG var fækkað úr 7 í 5.

Í stjórninni auk Bjarna og Gunnlaugs eru Gunnar Jóhannesson varaformaður, Ingvar Guðjónsson ritari og Sigurður Enoksson meðstjórnandi.

Bjarni sagði að fram undan séu ýmis verkefni sem gaman verði að takast á við og þess vegna hefði hann ákveðið að bjóða fram starfskrafta sína. Sagðist hann vonast til þess að eiga gott samstarf við íþróttahreyfinguna í Grindavík.

Bjarni hefur sjálfur komið víða við í íþróttunum og varð m.a. Íslandsmeistari í götuhjólreiðum auk þess sem hann hefur komið nálægt júdó og hlaupum. Undanfarin ár hefur hann starfað töluvert fyrir sunddeild UMFG og setið í aðalstjórn UMFG.

Á aðalfundi UMFG voru samþykktar reglugerðir um forvarnarsjóð, heiðursmerkjanefnd auk þess sem smávægilegar orðalagsbreytingar voru gerðar á lögum UMFG.

Netfang nýs formanns UMFG er formadur@umfg.is

Netfang aðalstjórnar UMFG er adalstjorn@umfg.is

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur