16 dagar í Sjóarann síkáta - Ţorbjörn međ sýningu - Íslandsmót í netaviđgerđum

  • Fréttir
  • 19. maí 2010

Á meðal nýjunga á Sjóaranum síkáta er sýning um fiskveiðar og fiskvinnslu í Grindavík á vegum Þorbjarnar og Íslandsmeistaramót í netaviðgerðum en hvort tveggja tengist að sjálfsögðu sjómennsku.

Föstudaginn 4. júní kl. 17:00 verður opnun á sýningunni „Fiskveiðar og fiskvinnsla í Grindavík" á vegum Þorbjarnar hf. við Ægisgötu og Hafnargötu 12. Sýndir verða gamlir munir sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu í gegnum árin, sem eru bæði tengdir fiskveiðum og fiskvinnslu. Jafnframt verður myndasýning frá starfseminni frá liðnum árum.  Sýningin verður í átta gluggum sem innréttaðir eru sem sýningargluggar í gömlu fiskmóttökulúgunum við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónustuna ehf. við Ægisgötu (Garðvegarmeginn).   Einn sýningargluggi er svo að Hafnargötu 12 þar sem skrifstofa Þorbjarnar hf. er.

Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum verður laugardag 5. júní kl. 15:30. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands og Veiðafæraþjónustan í Grindavík. Keppnin fer fram á Kvíabryggju (smábátahöfninni). Skráning og nánari upplýsingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: larus@fss.is  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir