Handverksfólk athugiđ!

  • Fréttir
  • 19. maí 2010
Handverksfólk athugiđ!

Handverksmarkaður verður starfræktur í tengslum við Sjóarann síkáta. Verður hann staðsettur í Hælsvík, húsakynnum Þorbjarnar hf að Hafnargötu 10. Er handverksfólk velkomið að panta sér aðstöðu með því að senda tölvupóst á sjoarinnsikati@grindavik.is.  Vakin er athygli á því að handverksfólk verður sjálft að koma með borð og stóla undir varning sinn. Aðstaða er fyrir ca. 15 - 20 borð á þessu svæði.

Markaðurinn verður auglýstur frá kl. 13:00 - 17:00 bæði laugardag og sunnudag (5. og 6. júní.)

Deildu ţessari frétt