Naumt tap gegn Stjörnunni

  • Fréttir
  • 19. maí 2010

Kvennalið Grindavíkur tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöldi. Sigurmarkmið kom á 11. mínútu en jafnræði var með liðunum í leiknum og Grindavíkurstelpur spiluðu virkilegan agaðan og vel skipulagðan leik sem var nálægt því að skila liðinu stigi. Grindavík átt m.a. skot í slána í seinni hálfleik. Grindavík er með 1 stig eftir tvo fyrstu leikina eftir leiki gegn tvö af toppliðunum og lofar frammistaðan virkilega góðu.

,,Þetta Grindavíkurlið er þétt og flott og á eftir að reynast mörgum liðum erfitt. Ég þekki þennan Grindavíkurhugsunarhátt eftir að hafa þjálfað þarna og ég var búinn að segja við stelpurnar að þessi leikur yrði ekki búinn fyrr en ég væri kominn uppí bíl og útaf bílaplaninu. Þessi seigla í liðinu minnir mig svolítið á þýska landsliðið, það er aldrei gefist upp," sagði Andrés Ellert Ólafsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn við Morgunblaðið.

Þá segir jafnframt í Morgunblaðinu:

,,Eins og Andrés bendir á er Grindavíkurliðið gríðarlega seigt og gefur fá færi á sér. Nýr markvörður, Helen Alderson, virðist traustur og vinnusemin er til fyrirmyndar hjá liðinu öllu. Sóknarleik liðsins er hins vegar ekki hægt að dæma því hann var enginn, fyrir utan eitt augnablik í seinni hálfleik en þá átti Alexandra Sveinsdóttir góða vippu yfir Söndru markvörð en í þverslána. Það er hins vegar ljóst að jafnteflið við Þór/KA í fyrstu umferð var engin tilviljun.

,,Þetta var nú ekki fjörugt í kvöld en ég held að við höfum tvímælalaust sýnt í þessum fyrstu umferðum að við getum staðið í toppliðunum," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Grindavíkur sem líkt og Andrés reiknar með að erlendir leikmenn blási meira lífi í sóknarleik síns liðs.

,,Ég var ánægður með sumt en minna ánægður með annað. Vörnin var mjög þétt en sóknin var frekar bitlaus. Við eigum von á tveimur erlendum leikmönnum til að bregðast við því. Annar kemur um mánaðamótin en hinn er búinn að pakka oní ferðatöskur og bíður bara eftir landvistarleyfi," sagði Gunnar.

Mynd: www.sport.is  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!