Galdurinn ađ fá fleiri ferđamenn til Suđurnesja

 • Fréttir
 • 19. maí 2010
Galdurinn ađ fá fleiri ferđamenn til Suđurnesja

Í gærkvöldi var haldinn fundur fyrir aðila sem starfa eða hafa áhuga á ferðaþjónustu og/eða menningarmálum í Grindavík. Leiðsögumenn Reykjaness stýrðu svokallaðri Svót-vinnu sem stendur fyrir að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í ferðaþjónustunni og/eða menningarmálunum. Sú vinna gekk vel og komu fram margar áhugaverðar ábendingar.

Ljóst er að náttúran og nálægðin við Keflavíkurflugvöll og höfuðborgarsvæðið eru helstu styrkleikar Suðurnesja og tengsl Grindavíkur við sjávarútveginn. Þá var bent á samtakamátt ferðaþjónustuaðila í Grindavík sem starfa undir Grindavík-Experience. Ýmsir veikleikar og ógnanir eru einnig fyrir hendi en tækifærin eru mörg eins Eldfjallagarður og tilkoma Suðurstrandarvegar þegar búið verður að malbika veginn, svo eitthvað sé nefnt.

Markmiðið með fundinum var að fá betri yfirsýn yfir heildarskipulag í ferðaþjónustu og menningarmálum og er óhætt að segja að niðurstöður fundarins hafi um margt verið mjög áhugaverðar.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018